8.5.2012 | 10:26
RÚV: Dregur úr birtingu vísindagreina
Ég vil benda á frétt ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn. Þar segir:
Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ segir að það sé áhyggjuefni hve fáir vísindamenn fái styrki til rannsókna hér á landi. Dregið hafi úr birtingum á íslenskum vísindagreinum í fyrsta sinn í áratugi.
Magnús tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hefur fjölgað jafnt og þétt í tvo áratugi. Vöxtur hefur verið í vísindastarfi á Íslandi á sama tíma og eru vísindagreinarnar mælikvarði á gæði og afköst vísindamanna hér á landi.
Árið 2010 voru birtar 1049 vísindagreinar. Ári síðar hefur þeim í fyrsta sinn í langan tíma snarfækkað á milli ára, eru um 900 sem er um þrettán prósenta fækkun. Magnús segir að helsta skýringin sé kreppan
"Kreppan kemur fram í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er kannski ein aðal grunnfjárveitingarleið, sérstaklega fyrir þá sem eru að vinna á alþjóðlegum grunni og þetta er er virkilega farið að bíta á núna," segir Magnús. "þetta er að vísu eitt á þannig að við verðum að vona að þetta verði ekki viðvarandi niðursveifla en ég held að þetta endurspeglist mjög vel ef við förum að horfa í styrkjasóknina í rannís og það úthlutunarhlutfall sem þar er það er komið niður á hættulega lágt stig nú fær einungis á milli tíu og fimmtán prósent þeirra umsókna sem sendar eru til rannis brautargengi þrátt fyrir að þriðjungur eða helmingur séu mjög góðar umsóknir," segir Magnús.
Það er nauðsynlegt að efla framlög til samkeppnisjóða, til að efla grunnrannsóknir og þekkingarleit hérlendis.
Ég hvet alla til að skrifa undir áskorun á vefnum til að hvetja stjórnvöld til þess að efla samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs.
Eflum samkeppnisjóði - eflum vísindin
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.