Leita í fréttum mbl.is

Áskorun um skynsamari úthlutun fjármagns til vísinda

Í grein í  Fréttablaði dagsins "Allt of mikið af pólitískum fjárveitingum" (10. maí 2012) er fjallað um umgjörð vísindarannsókna og styrkja á Íslandi.

Rúmlega 500 starfandi vísindamenn og áhugamenn um vísindi lögðu nafn sitt við áskorun svohljóðandi:

Við undirrituð hvetjum því Ríkisstjórn Íslands til að:
Stórauka framlög til rannsóknasjóða Vísinda- og tækniráðs. Til að ná svipuðu hlutfalli og í nágrannalöndunum þyrfti að þrefalda Rannsóknarsjóð. Mikilvægt er að tryggja vöxtinn til frambúðar í samræmi við verðþróun í landinu.

Styrkja sérstaklega efnilegt ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir vísindamenn.

Þórólfur Þórlindsson segir (úr Fréttablaðinu):

"Þess vegna er unga vísindafólkið okkar að fara úr landi," segir Þórólfur. Kynslóð íslenskra vísindamanna sé að hluta til horfin og það þoli enga bið að endurheimta hana. "Einfaldast og fljótlegast er auðvitað að efla samkeppnissjóði Rannís."

Enn fremur sé mjög mikilvægt að efla nýsköpun og þróunarstarf og endurskoða allt það kerfi. Það sé í raun eina leiðin út úr kreppunni.

Að síðustu segir Þórólfur að það fjármagn sem þó er veitt til vísindamanna á Íslandi nýtist alls ekki nógu vel vegna þess að slíkar úthlutanir séu allt of pólitískar.

"Það er allt of mikið sem fer í gegnum pólitíska kanala, beint eða óbeint. Það er ekki gagnsætt kerfi. Eftir hvaða mælistiku er fjármagni til rannsókna úthlutað þegar því er ekki úthlutað eftir gæðum umsókna og hæfni fræðimannanna sem sækja um? Ég er sannfærður um að það fer mikið af fjármagni til spillis vegna þess."

Áskorunin var afhent Menntamálaráðherra í gær, og nú er óskandi að hún geri bragarbót á.

Skyldar greinar:

RÚV: Dregur úr birtingu vísindagreina

Eflum samkeppnisjóði - eflum vísindin

Sameiginleg hlutverk og baráttumál vísindafólks

Greinar Magnúsar Karls og Eiríks Steingrímssonar frá 2010.

Fjármögnun vísindarannsókna á tímum kreppu

Grunnannsóknir á tímum kreppu og hlutverk háskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband