Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Áhrif loftslagsbreytinga á þroskunarferli plantna

Ég vil benda fólki á meistaravörn í Umhverfis- og auðlindafræði 15. maí 2012. Guðrún Lára Pálmadóttir flytur erindi um verkefni sitt, sem kallast: Áhrif loftslagsbreytinga á þroskunarferli plantna. Samanburður á blómgunartíma tveggja heimskautaplantna í mismikilli hæð við Snæfellsjökul.

Erindið er í stofu 131 í Öskju, nátturfræðahúsi HÍ. Úr tilkynningu á vef HÍ.

 Blómgunartími er talinn næmur líffræðilegur mælikvarði á hnattrænar loftslagsbreytingar og rannsóknir erlendis hafa sýnt að hlýnun síðustu áratuga hefur flýtt blómgun margra plöntutegunda. Markmið rannsóknarinnar var að greina möguleg viðbrögð íslenskra plöntustofna við hlýnandi loftslagi með því að bera saman hegðun stofna í mismikilli hæð yfir sjó. Rannsóknasvæði voru sett upp í 30, 250 og 500 m hæð í norður og suðurhlíðum Snæfellsjökuls og (1) blómgunartími skráður hjá lambagrasi (Silene acaulis L) og grasvíði (Salix herbacea L)  (2) stofnvistfræðilegir þættir (stærðardreifing, kynjahlutfall, þéttleiki, blómgunartíðni og æxlunarátak) bornir saman fyrir lambagras. Lambagras blómgaðist að jafnaði 2,8 dögum fyrr og blómgunartímabil þess styttist um 2,0 daga miðað við hæðarfallanda sem samsvaraði 1°C hlýnun. Grasvíðir blómgaðist einnig fyrr á láglendi en til fjalla. Leiddar eru líkur að því að með hækkandi hitastigi við Snæfellsjökul aukist þéttleiki lambagrass, plöntur blómgist fyrr, beri fleiri blóm en færri aldin og að stærðarþröskuldur fyrir blómgun lækki.

Leiðbeinendur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir sem jafnframt var umsjónarkennari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband