14.5.2012 | 12:24
Ráðstefna um erfðabreytta ræktun 15. maí
Það er sérstaklega ánægjulegt að heyra ða umhverfisráðaneytið stendur fyrir ráðstefnu um erfðabreytta ræktun - 15. maí. 2012 (á Grand hótel kl 13:00-17:00, aðgangur ókeypis).
Á ráðstefnunni munu tala fulltrúar ráðaneyta og háskóla, sem fara yfir erfðatækni, áhrif þeirra á heilsu og löggjöf um erfðabreyttar lífverur. Margir fyrirlesaranna héldu erindi í námskeiði um erfðatækni, umhverfi og samfélag sem haldið var í samstarfi Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Akureyri nú í aprílmánuði. Meðal efnis (úr tilkynningu ráðaneytisins):
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um erfðabreytta ræktun, og þá sérstaklega sleppingu og dreifingu erfðabreyttra lífvera út í umhverfið. Þetta á ekki síst við lönd Evrópusambandsins þar sem skoðanir eru skiptar en nokkur Evrópuríki hafa bannað slíka ræktun innan eigin landamæra. Með ráðstefnunni vill umhverfisráðuneytið stuðla að opinni og upplýstri umræðu um þessi mál hér á landi og gefa almenningi kost á að fylgjast með stöðu og þróun mála.
Á ráðstefnunni verður m.a. útskýrt í hverju erfðabreytt ræktun felst, farið verður yfir þau lög og reglur sem gilda um erfðabreytta ræktun hér á landi, hlutverk Umhverfisstofnunar í þessu sambandi verður útskýrt sem og hlutverk ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur. Þá verða flutt erindi um áhrif erfðabreyttrar ræktunar á heilsu, umhverfi og efnahag og loks velt upp siðferðislegum spurningum sem kunna að vakna í tengslum við málefnið.
Dagskrá ráðstefnu um erfðabreytta ræktun, sleppingu og dreifingu (á pdf formi).
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Erfðabreytingar og ræktun, Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.