25.5.2012 | 11:04
EMBL flaggskip evrópskra líffræðirannsókna
Í næstu viku, miðvikudaginn 30. maí 2012 (kl 11-12) mun forstjóri EMBL í Heidelberg halda fyrirlestur hérlendis. EMBL er evrópska sameinda líffræði tilraunastöðin (European Molecular Biology Laboratory), sem er með nokkrar starfstöðar um álfuna. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Forstjórinn, Dr. Iain Mattaj heldur erindi sem kallast EMBL, a Flagship for the European Life Sciences. Úr tilkynningu (af vef GPMLS).
EMBL er ein öflugasta rannsóknastofnun veraldar á svið lífvísinda. Stofnunin er rekin sameiginlega af 20 löndum Evrópu og er Ísland þar á meðal. Í fyrirlestri sínum mun Dr. Iain Mattaj segja frá EMBL og þeim vísindaverkefnum sem unnið er að á stofnuninni. Hann mun einnig lýsa þeim tækifærum sem íslenskum vísindamönnum bjóðast hjá EMBL.
Fyrirlesturinn er sérstaklega áhugaverður fyrir þá nemendur sem hyggja á doktorsnám í lífvísindum en nemendum frá aðildarlöndunum býðst slíkt nám við stofnunina. Námið er samstarfsverkefni við háskóla í aðildarlöndunum og er Háskóli Íslands með slíkan samning við EMBL. Nú eru tveir íslenskir nemar í doktorsnámi við EMBL og munu þeir útskrifast sameiginlega frá EMBL og Háskóla Íslands.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.