Leita í fréttum mbl.is

EMBL flaggskip evrópskra líffræðirannsókna

Í næstu viku, miðvikudaginn 30. maí 2012 (kl 11-12) mun forstjóri EMBL í Heidelberg halda fyrirlestur hérlendis. EMBL er evrópska sameinda líffræði tilraunastöðin (European Molecular Biology Laboratory), sem er með nokkrar starfstöðar um álfuna. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.

Forstjórinn, Dr. Iain Mattaj heldur erindi sem kallast EMBL, a Flagship for the European Life Sciences. Úr tilkynningu (af vef GPMLS).

EMBL er ein öflugasta rannsóknastofnun veraldar á svið lífvísinda. Stofnunin er rekin sameiginlega af 20 löndum Evrópu og er Ísland þar á meðal. Í fyrirlestri sínum mun Dr. Iain Mattaj segja frá EMBL og þeim vísindaverkefnum sem unnið er að á stofnuninni. Hann mun einnig lýsa þeim tækifærum sem íslenskum vísindamönnum bjóðast hjá EMBL.
Fyrirlesturinn er sérstaklega áhugaverður fyrir þá nemendur sem hyggja á doktorsnám í lífvísindum en nemendum frá aðildarlöndunum býðst slíkt nám við stofnunina. Námið er samstarfsverkefni við háskóla í aðildarlöndunum og er Háskóli Íslands með slíkan samning við EMBL. Nú eru tveir íslenskir nemar í doktorsnámi við EMBL og munu þeir útskrifast sameiginlega frá EMBL og Háskóla Íslands.
Nemendurnir sem um ræðir eru Sara Sigurbjörnsdóttir og Marteinn Snæbjörnsson, sem bæði héldu utan árið 2010 (Á leið í framhaldsnám).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband