26.5.2012 | 12:57
Er hægt að selja mannkyni hvaða hugmynd sem er?
Vísa ykkur á ágætan pistil á innihald.is eftir Steindór:
Er hægt að selja mannkyni hvaða hugmynd sem er? Dæmisaga úr geðlæknisfræði og lyfjaiðnaðinum.
Steindór hélt erindi á málþingi um hugmyndir Valgarðs Egilssonar læknis (Darwin og lífsnautnin frjóa)
Þar fjallar Steindór um heimspeki, pólitík og markaðsvæðingu, og áhrif þessara atriða á geðlæknisfræði. Hann segir :
Eins og breski geðlæknirinn Joanna Moncrieff benti nýverið á hefur nútíma geðlæknisfræði alltaf verið nátengd efnahagslegum hagsmunum. Liggja rætur hennar í því mikla þjóðfélagslega umróti og markaðsvæðingu efnahagslífsins sem iðnbyltingin hratt af stað. Tvö meginviðfangsefni geðlæknisfræðinnar eru annars vegar að hafa hemil á ógnvekjandi atferli sem erfitt er að fást við innan réttarkerfisins og hins vegar að hafa eftirlit með þeim einstaklingum sem vegna andlegra og tilfinningalegra frávika eiga erfitt með að taka þátt í hinu daglega lífi. Ýmsir hugsuðir hafa einmitt bent á að hér liggi grunnurinn að valdi geðlæknisfræðinnar því með sjúkdómsvæðingu á því sem á hverjum tíma er túlkað sem afbrigðileiki styður geðlæknisfræðin við þann kapítalíska heim sem Valgarður gagnrýnir (3, bls. 235-36).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Held að þróunarkenningin sanna að það er hægt að selja fólki hvaða rugl sem er ;)
Mofi, 26.5.2012 kl. 19:46
Mér finnst alltaf heimildamyndasería Adam Curtis, The Century of Self, lýsa þessum tengslum, sem Steindór hugleiðir, frábærlega. Mæli með að menn fletti þessum þáttum upp á youtube.
Fyrir mér voru þessir þættir alger vitrun um samhengi hlutanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2012 kl. 02:19
Mofi
Ef þú skoðar grein Steindórs og heimildir hans sérð þú að það er rökvísi og vísindaleg aðferð sem afhjúpa sölumennsku lyfjafyrirtækjanna.
Á sama hátt og Darwin, líffræðingar og hugvísindamenn notuðu rökvísi og vísindalega aðferð til að afhjúpa sölumennsku trúarbragða.
Jón
Takk fyrir góða ábendingu. Þessi Adam Curtis skrifar áhugaverðar og vandaðar greinar.
Arnar Pálsson, 27.5.2012 kl. 10:08
Mofi, 27.5.2012 kl. 21:41
Sammála Mófi. Svo mikið fyrir vísindalegar sannanir. Arnar. segðu mér, hver eða hverjir ákveða hvað er (vísindalega) sannað í ykkar samfélagi.
Benni (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 21:45
Mofi
Trúarpostular hafa haldið fram fáránlegum hlutum; meyfæðingu, upprisu, opnun Rauðahafsins, sköpun veraldar og lífs á 7 dögum...og vísindin hafa sýnt að þessar "tilgátur" - ef svo má kalla - standast ekki.
Benni
Spurning þín bendir til þess að þú vitir ekki hvernig vísindin ganga fyrir sig. Það er enginn einn sem ákveður, heldur kemst á samrómur þegar tilgáta stenst ítrekaðar prófanir.... eins og t.d. þróunarkenningin.
Arnar Pálsson, 5.6.2012 kl. 09:58
Arnar, þú átt við að menn hafa vitnað um hluti sem þeir trúðu að gerðust. Þú veist ekki hvort þeir vor að ljúga eða segja satt. Hvernig hafa vísindin sýnt fram á að þessi vitnisburður stenst ekki?
Mofi, 5.6.2012 kl. 10:46
Upprisa
Dautt fólk - sem er búið að vera dautt í margar klukkustundir - lifnar ekki við aftur. Engar undantekningar.
Frumgetinn (Meyfæðing er - ekki rétta orðið reyndar) er sú hugmynd að það þurfi bara eitt foreldri til að búa til einstakling. Slíkt finnst ekki meðal manna af tegundinni Homo sapiens. Slík ósköp gerast í öðrum hlutum dýraríkisins, meðal plantna og einfrumunga, en ekki María mey var amaba.
Jarðfræðin og eðlisfræðin sýna okkur að aldur alheimsins er rúmlega 13 milljarðar ára og jarðarinnar rúmlega 4 milljarðar. Það afsannar fabúlur fornaldarpenna um að jörðin hafi orðið til á 6 dögum.
Það þarf ekki sköpunarsögu til að útskýra byggingu jarðar, eldgos, jarðskjálfta, setlög, lífveruleifar í jarðlögum, byggingu, eiginleika og dreifingu lífvera.
Arnar Pálsson, 5.6.2012 kl. 16:06
Heldur þú að mennirnir sem skrifuðu guðspjöllin vissu það ekki?
Endilega hlustaðu á John Lennox hjá Oxford útskýra hvernig hann skilur þetta, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=dB71Vzw71eo
Þetta er örstutt, ekki nema átta mínútur.
Hvernig sannar gamall aldur að tilurð þeirra varð á löngun tíma? Getur ekki eitthvað verið gamallt en orðið til á stuttum tíma?
Hefur þú síðan kynnt þér allt það sem bendir til þess að þetta getur ekki verið svona fáránlega gamalt eins og þetta hérna: Age of the earth - 101 evidences for a young age of the earth and the universe
Vil taka fram að ég hef litla sannfæringu varðandi aldur alheimsins og aldur jarðar, bara veit ekki aldur þessara hluta.
Mofi, 5.6.2012 kl. 18:31
Hvaða trúlausa samfélag hefur komist af í heimi hér? Ekkert. Samkvæmt þróunarkenningunni ætti það að segja okkur að trúiin er nauðsynleg, mannskepnunni. Það hlýtur að vera vísindaleg nálgun, þar sem ekkert samfélag afsannar þá kenningu.
Benni (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.