29.5.2012 | 11:11
Fyrirlestur um vísindi og trúleysi
Eru vísindi og trúleysi samofin?
Er hægt að vera góður vísindamaður og samt trúa á einhvern guð, ára eða stein?
Gerir trúleysi menn að góðum vísindamönnum?
Gera vísindi menn að góðum trúleysingjum?
Ég veit ekki hvort að þessum spurningum verði svarað af PZ. Myers í kvöld (29. maí 2012) . En hann mun allavega fjalla um vísindi og trúleysi á vegum Siðmenntar. Fyrirlesturinn er kl 19:30, í stofu 102 í Háskólatorgi (aðgangseyrir er 1000 kr.).
Myers er frægur fyrirlesari og heldur úti þekktu bloggi (Pharyngula : P.Z. Myers á Íslandi! )
Kristinn Theodórsson fjallar um Myers í pistli á vef DV (Átakasinni sem telur ekkert heilagt):
Mest lesna vísindablogg veraldar er blogg bandaríska líffræðingsins Paul Zachary Myers, Pharyngula.com. Milljónir manna fylgjast með skrifum hans sem fjalla um árekstra bókstafstrúar og vísinda sem og þróunarkenninguna auk fleiri málefna sem tengd eru veraldarhyggju og trúleysi.
Myers þykir beittur í gagnrýni sinni á trúarbrögð en hann hefur einnig gagnrýnt þá er reyna að samrýna vísindalega þekkingu og trúarbrögð. Hefur hann fyrir vikið verið kallaður átakasinni (e. confrontationalist) í þeim efnum.
Árið 2006 setti vísindaritið virta Nature bloggið, Pharyngula.com, efst á lista yfir blogg sem rituð eru af vísindamönnum, auk þess sem síðan hefur unnið til verðlauna sem sérfræðingablogg . Virðist hún höfða jafnt til fræðimanna og leikmanna, sem kann að skýra vinsældir þess að einhverju leyti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þurfa einhverjir ekki að punga saman og bjóða Mofa á þennan fyrirlestur;
Mér er það til efa að Mofi skilji fyrirlesturinn, þar sem vilji hans til að afla sér þekkingar er blindaður af græðgi í eilíft líf í lúxus með ímyndaða fjöldamorðingjanum í geimnum... en hann er samt að halda sér í einhverju heilsufæði a'la biblía... svo hann geti forðast himnaríki sem allra lengst, I wonder why :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 11:43
Kannski bara best að blanda þessu tvennu sem minnst saman enda eiga trúarbrögð og vísindi fátt sameiginlegt. Hvernig ætla vísindin til dæmis að takast á við fyrirgefningu syndanna og eilíft líf?
Emil Hannes Valgeirsson, 29.5.2012 kl. 18:00
Trú og vísindi? Hvað er það nú. Veit einhver hver munurinn er á Billl Gates og
Drottni alsherjar. það gera sér fáir grein fyrir því, Bill ræður bara við 0 og 1,
en Drottinn ræður við A,C,G,T. vitið þér enn eður hvat eins ogkallinn sagði.
Vísindin hafa sannað að til er elíft líf því eins og Einstein sagði E = MCC , (CC=
C í öðru veld) ekkert gufar bara upp og verður að engu það bara breytist.
Leifur Þorsteinsson, 29.5.2012 kl. 18:27
Vísindin stiðjast við formúlur. þær eru mannanna verk og virka bara í þeim heimi sem við skynjum. Margir af virtustu stærðfræðingum heimsins hafa sturlast við að reyna að finna formúluna fyrir öllu (theory of everything). Þeir fóru jafnvel að efast um stærðfræðina yfir höfuð.
Benni (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 21:24
DoctorE
Það mátti koma með deit og borga fyrir hann/hana.
Emil
Sammála. Vísindi og trúarbrögð eiga harla fátt sameiginlegt.
Synd er ekki líffræðilegt eða vísindalegt fyrirbæri.
Leifur
Ég ræð við A, C, G, T og U. Er ég þá gáfaðari en guð.
Jafna Einsteins á ekki við lifandi verur, því þær fara í stöppu við ljóshraða.
Benni
Það þarf ekki nema 10 mín kaffiskort til að stærðfræðingar sturlist.
Grínlaust, vísindin finna formúlur sem best útskýra mælanlega hluti í heiminum.
Ef það er ekki hægt að mæla það (eins og synd), þá er ekki hægt að rannsaka það vísindalega.
Arnar Pálsson, 29.5.2012 kl. 22:06
Athugið að Myers heldur annað erindi á morgun þriðjudag, kl 12:30, Grundvallar misskilningur sköpunarsinna.
Arnar Pálsson, 29.5.2012 kl. 22:15
Vísindi blanda sér lítið í trúmál, en trúarbrögðin blanda sér mikið í vísindin og hefta framgang þeirra á margan hátt. Vandin er kannski samruni trúarbragða og stjórnmála þar sem öfgatrúarfólk beitir sér gegn vísindum og framþróun í gegnum stjórnmál. Þetta er gömul saga og ný og raunar stórfurðulegt að menn skuli enn vera að þrátta um þessa hluti á 21. öld.
Trúarbrögð koma svo oft í veg fyrir að fólk njóti ávaxta vísindanna og boða stórhættulegar ranghugmyndir. Nærtæk dæmi eru að neita sér um lífsnauðsynlega blóðgjöf á grunni trúar, nýta sér ekki læknismeðferð og kjósa bænina sem lausn etc. Þetta bitnar oftar en ekki á börnum og sakleysingjum.
Það eru svo fleiri trúarbrögð og loddaraháttur sem koma inn í þessa mynd og ber þar helst að nefna nýaldarfræðin öll þar sem óskhyggja og loddaraskapur haldast hönd í hönd og lofa lækningum banvænna meina með milligöngu anda, handayfirlagningum, stofnfumunuddi, hómópatíu (vatn) og öðru sem hefur verið kyrfilega afsannað af vísindum.
Trúarbrögðin eru ekki bara þrándur í götu læknavísinda, heldur snerta fjölda sviða. Jafnvel jarðfræði og fornleifafræði.
Fólk má trúa hverjum fjandanum sem það vill á meðan fulltrúar þeirra beita ekki áhrifum sínum í pólitík til að troða "sannleikanum" sínum ofan í kokið á öllum og koma í veg fyrir framþróun. Það er áþreifanlegt vandamál sem sporna ber gegn.
Allir þekkja að vísindin hafa þurft að berjast gegn fulltrúum geistlegra afla í sögunni. Miskilningurinn er sá að þessi barátta heyri söguni til.
Trúarbrögðin héldu vísindalegri framþróun í myrkri í 1500 ár. Frystu ekki bara framþróun heldur varð margra alda afturför. Samsafnaðri vísindaþekkingu upp að þeim tíma var eytt og það var kirkjan sem ákvað allt í þessu sambandi. Menn voru svo brenndir fyrir hluti eins og að leggja til að í okkur væri blóðrás og taugakerfi. Bannfærðir fyrir að segja síkla og bakteríur yllu kvillum í stað djöfla.
Kaþólska kirkjan berst hatrammlega gegn getnaðarvörnum í dag, sem veldur hraqðri útbreiðslu AIDS í vanþróuðum löndum af því að kirkjan lítur á faraldurinn sem refsingu guðs. Kirkjan var síðast í gær að bannfæra 9 ára stúlku í Brasilíu og lækna hennar fyrir að eyða fóstrum eftir nauðgun til að bjarga lífi hennar.
Dæmin eru verri í dag og fólk er að deyja í unnvörpum út af þessari vitfirringu. Það má vera að hér á íslandi verðum við ekki var við svona í okkar samfélagi, en það er ótrúleg sjálfhverfa og ábyrgðaleysi að telja okkur ekki koma þetta við á þeim grunni. Það er blinda sem jafnvel er verri en trúblindan.
Tregðan til að gagnrýna trúarbrögð er okkur inngróin og slíkt er algert tabú hjá flestum enn. Litið er á þá gagnrýni sem persónulega árás á þá sem trúa á einhverskonar Guð og meinta gæsku hans. Guð sem kallaður er miskunsamur af því að hann ku standast mátið að útdeila refsingum til sumra. Allir trúaðir reiðast og snúast til varnar og villja meina að verið sé að dæma alla á grunni illsku einstakra öfgamanna.
Ef fólk rís ekki ofar þessum hugsanagangi og sjálfhverfu (sem er jú grundvöllur flestra trúarbragða) þá verður togstreita á milli trúar og vísinda.
Vísindi byggja á innra aðhaldi og miskunlausri sjálfsgagnrýni. Trúarbrögðin hafa ekkert innra aðhald og banna hreinlega þessa sjálfsgagnrýni. Eðli trúar byggir á því að trúa því sem ekki verður séð né sannað. Ef eitthvert trúaratriði verður sannað, þá hætta þau að vera trúaratriði og breytast í vísindaleg sannindi.
Er ekki raunhæft að ætla að þetta séu andhverfur? Ég hefði haldið það.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 22:18
Vísindi og trú er það trúin á vísindi. Stærðfræði (Formúlur) er
aðferð við að tjá staðreyndir? /skoðanir. Davíð Stefánsson í
bók sinni Sólon Íslandus lýsti hinum mannlega misskilningi
á stærðfræði ágætlega þegar hann lætur Sólon lýsa því yfir að
hann hafi lagt heims kunnan stærðfræðing, með því að reikna
tvíbura í eina og í þokkabót annan hvítan hinn svartan.
Arnar þú ræður kanski VIÐ A,C,G,T en þú ræður ekki yfir því
(eða við) að skapa lifandi veru.
Leifur Þorsteinsson, 30.5.2012 kl. 11:03
Vísindi og trú hafa allt sameigilegt.Niels Bore sagði eitt sinn í
fyrirlestri 1957 að það væri hæsta stig mikilmensku geðveiki að
halda því fram að við hér á jörðini værum þeir einu í alheiminum.
Tökum dæmi um H2O sem hefur minnst rúmmál vi 4gráður á C
ef það væri ekki svo (sameindin er dípól) væri allt vatn botnfrosið
hér á jörðu. Er þessi staðreynd einhver tilvljun á þassu efni sem
er eina tilfellið sem þekkt er.
Leifur Þorsteinsson, 30.5.2012 kl. 12:06
Arnar: "Jafna Einsteins á ekki við lifandi verur, því þær fara í
stöppu við ljóshraða".
Notar Þú Hraðalinn í Sviss til að gera kartöflumús. Reindu að
skilja það að E er jafnt og massin sinnum hraðin í öðru veldi
á jafnt við um massa sem nær ljóshraða eða hlut á hreyfingu,
munurinn er sá að massi á ljóshraða er að ölluleyti orðin að
orku. Í þessu felst sennileg þessi tvíræni sem fram kenur í
kennisetningunni um ljósið.
Bylgjuhreyfing (analogi) eða skamtakenningunni
Leifur Þorsteinsson, 30.5.2012 kl. 13:51
Takk Jón Steinar fyrir ágæta röksemdarfærslu
Sannarlega eru margir álagspunktar milli vísinda og trúarbragða.
Reyndar má útvíkka þetta aðeins og velta fyrir sér álagspunktum vísindalegrar þekkingar og lífsskoðanna hverskonar.
Þá held ég að við förum að ræða um sálfræði og taugasálfræði skoðanna, og hvernig við tökumst á við veröldina. Ef við fáum misvísandi upplýsingar, t.d. frá prestinum okkar (sem segir að jörðin hafi verið sköpuð á 6 dögum) og Sigurði Richter í nýjustu tækni og vísindum sem rekur aldur sólkerfisins, hvað gerum við?
Mér sýnist að svarið velti á því sem við trúðum fyrirfram. Ef við erum bókstafstrúar, höldum að guð hafi í alvöru búið til heiminn á 6 dögum, þá trúum við prestinum. Annars er líklegra að við samþykkjum frásögn Sigurðar.
Auðvitað eru dæmi um að fólk rýni í gögnin um byggingu og eiginleika sólkerfisins, og afneiti þá kjánalegheitunum í biblíunni. Hinn viðsnúningurinn er sjaldgæfari enn ekki óþekktur.
E.t.v er rétt hjá þér að við séum treg til að gagnrýna trú, trúarbrögð og fulltrúa þeirra. Hitt er líka raunveruleiki að trúarbrögð eru mjög útbreidd og samofin lífi fólks. Þau er ekki hægt að uppræta með bóluefni eða bloggi, en það er sannarlega ástæða til að svara dylgjum og offorsi predikaranna.
Arnar Pálsson, 5.6.2012 kl. 15:04
Leifur
Tilvitnanir eru ágætt stílbragð, en þessi er merkilega ónákvæm. Lýsir eiginlega bara fáfræði Davíðs á stærðfræði.
Mannfólk getur ekki skapað líf, nema með því að taka saman við aðra mannveru af gagnstæðu kyni og ota saman kynfrumum.
Tilraunir Venter og félaga eru reyndar í þessa átt, en þeir byggja samt á grunneiningum núverandi lífvera (Geta erfðabreyttar lífverur bjargað heiminum?).
Niels Bohr segir að maðurinn sé ekki einn í alheiminum. Hann lýsir þeirri ályktun sinni að líklegt sé að líf hafi orðið til annarstaðar í alheiminum. Það er ekkert sérstaklega merkilegt við þá ályktun, en það væri merkilegt ef við næðum samskiptum við aðrar lífverur (jafnt á annari plánetu sem á þessari - ímyndið ykkur samræður við fíl?).
Annars skil ég ekki alveg röksemdafærslu þína.
Ertu að færa rök fyrir því að það sé til guð?
Eða því að það séu til geimverur?
Eða því að Einstein hafi fundið upp jöfnu?
Arnar Pálsson, 5.6.2012 kl. 15:14
Leifur
Afsakaðu hortugheitin í orðuðum andsvörum, þeim er ekki beint að þér persónulega. Ég skil bara ekki hvert þú ert að fara.
Arnar Pálsson, 5.6.2012 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.