Leita í fréttum mbl.is

Ástand landsins - moldrok eða grænar hlíðar?

Blessaðir hagarnir fara ekki vel í þurrkinum. Vandamálið er ekki síðra á hálendinu og þar sem jörð er mjög gljúp. Þeir sem hafa áhuga á ástandi landsins, gróðurfari og náttúrunni er bent á málþing sem fram fer næsta mánudag (18. júní, kl. 14-16) í sal Þjóðminjasafns Íslands. Úr tilkynning:

----------------------------------------------------

Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins kynna málþing um mat á ástandi úthaga og leiðir til að nýta þekkingu til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.

Jeffrey Herrick er sérfræðingur í mati á ástandi úthaga og starfar við Jordana rannsóknastöðina í Nýju Mexíkó sem er leiðandi í þessum fræðum á heimsvísu. Hann hefur unnið við þróun á aðferðum til að meta þanþol (resilience), framleiðslugetu (land potential) og ástand vistkerfa víða um heim. Jeffrey verður hér á landi vegna kennslu við Landgræðsluskólann í júní.


hafdishannaland2012.jpgMynd
tók Almar Sigurðsson - copyright 2012.

Dagskrá
Setning málþings – Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Rangeland health condition in Iceland – Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins og Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Global Sustainable Land Management: Opportunities to Integrate Local and Scientific Knowledge Based on an Understanding of Land Potential – Jeffrey Herrick, jarðvegsfræðingur við rannsóknastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA-ARS) í Jornada, Nýju Mexíkó.

Umræður

Málþingið fer fram á ensku, er öllum opið og aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband