14.6.2012 | 15:25
Ástand landsins - moldrok eða grænar hlíðar?
Blessaðir hagarnir fara ekki vel í þurrkinum. Vandamálið er ekki síðra á hálendinu og þar sem jörð er mjög gljúp. Þeir sem hafa áhuga á ástandi landsins, gróðurfari og náttúrunni er bent á málþing sem fram fer næsta mánudag (18. júní, kl. 14-16) í sal Þjóðminjasafns Íslands. Úr tilkynning:
----------------------------------------------------
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins kynna málþing um mat á ástandi úthaga og leiðir til að nýta þekkingu til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.
Jeffrey Herrick er sérfræðingur í mati á ástandi úthaga og starfar við Jordana rannsóknastöðina í Nýju Mexíkó sem er leiðandi í þessum fræðum á heimsvísu. Hann hefur unnið við þróun á aðferðum til að meta þanþol (resilience), framleiðslugetu (land potential) og ástand vistkerfa víða um heim. Jeffrey verður hér á landi vegna kennslu við Landgræðsluskólann í júní.
Mynd tók Almar Sigurðsson - copyright 2012.
Dagskrá
Setning málþings Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Rangeland health condition in Iceland Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins og Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Global Sustainable Land Management: Opportunities to Integrate Local and Scientific Knowledge Based on an Understanding of Land Potential Jeffrey Herrick, jarðvegsfræðingur við rannsóknastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA-ARS) í Jornada, Nýju Mexíkó.
Umræður
Málþingið fer fram á ensku, er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.