9.8.2012 | 10:43
Heiðursdoktor við Háskóla Íslands
David Attenborough er flestum vel kunnugur, sem dásamleg sjónvarpspersóna og ástríðufullur talsmaður náttúru og fræða. Færri vita að þann 24. júní 2006 var David Attenborough gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði af því tilefni að mikilvægi Attenboroughs væri tvíþætt
Annars vegar er hinn einstaki persónuleiki og geta til að færa flókin vísindi í búning sem alla heillar. Hins vegar eru sjálf vísindin, sem vinna hans byggir á, traust og áreiðanleg
Úr frétt Morgunblaðsins af þessu tilefni (Attenborough heiðursdoktor 25. júní 2006)
Attenborough er heiðursdoktor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, og á vefsíðu deildarinnar er fjallað um starf hans og sögu, Stiklað á stóru á ferli Davids Attenborough
Starfsævi Davids Attenborough (f.1926) er orðin bæði löng og margbrotin. Hann hefur komið mun víðar við en flesta grunar og gefið út fjöldann allan af fræðsluefni, aðallega fyrir sjónvarp en líka t.a.m. á. bókaformi, sem farið hefur fram hjá almenningi hér á landi. Hér er stiklað á stóru á ferli Attenboroughs, til að sýna hversu viða hann hefur komið við á starfsferli sínum. Hann var orðinn afkastamikill löngu áður en Life on Earth opinberaðist sjónvarpsáhorfendum.
Pistilinn um David Attenborough er ritaður af hæverskum aðdáanda David Attenborough og lesinn yfir af ykkar æruverðugum.
Attenborough heiðraður með kónguló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
David Attenborough er ofmetinn "fræðari" í þeim skilningi að allt sé kórrétt hjá honum eða byggt á vísnindalegum rannsóknum og staðreyndum. Hann er hins vegar afburðar sjónvarpsmaður og kann að selja afurðir sínar og það er auðvitað jákvætt að hann efli vitund almennings um náttúruna og náttúruvernd.
Hann dramatiserar og ýkir hlutina, því það selja jú betur, ekki satt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2012 kl. 11:47
.... selur jú betur, átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2012 kl. 11:48
Gunnar
Það er rétt að hann er ekki fræðimaður, í þeim skilningi að hann geri sínar eigin rannsóknir, greini gögn og birti.
En hann hefur í ótrúlegum ferli fært miðlun náttúru og fræða á annað plan. Þú þarft bara að athuga á hvaða þrepi almannafræðsla og sjónvarp var á þeim tíma sem hann hóf sín störf.
Einnig hefur hann verið öðrum fremri í því að byggja á traustum vísindalegum grunni og verið vakandi fyrir nýjum uppgötvunum.
Ég get ekki fallist á að hann sé að selja hlutina, eða hugmyndir sínar. En ef þú skoðar náttúrulífsmyndir, þá eru þær oft skrifaðar (já - þær byggja á vandlega útfærðu handriti) til að vekja áhuga og forvitni. Oft er spilað á tilfinningar okkar í því skyni.
En hvaða dæmi ert þú annars með um dramatizeringu?
Arnar Pálsson, 9.8.2012 kl. 12:45
Í umfjöllun sinni um ísbirni, t.d.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2012 kl. 13:01
Þetta er meira áberandi á allra síðustu árum hjá karlinum, enda samkeppnin meiri á sjónvarpsmarkaðinum í dag en þegar hann byrjaði ferilinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2012 kl. 13:04
Gunnar
Það er staðreynd að hlýnun jarðar mun leiða til minnkunar stofnstærðar hvítabjarna - með tilheyrandi hættu á útdauða þeirrar tegundar.
Það er staðreynd að við (mannfólk) skiljum betur sögur af örlögum einstaklinga, jafnvel dýra, en tölulegar samantektir, líkindi og vísindalegar niðurstöður.
Attenborough og samstarfsmenn notuðu þann frásagnarmáta að sýna mynd af hvítabirni í kappsundi við bráðnandi íshellu, til að miðla þessari staðreynd.
Dauði er staðreynd, útdauði tegunda er staðreynd, breytingar yfir 500 eða milljón ár er staðreynd, en mannshugurinn er bara þannig af Óðni gerður að við skiljum þessar staðreyndi misvel.
Í því samhengi vísa ég einnig á umfjöllun um hvítabirni (Ættartré tegunda, einstaklinga og gena)
Arnar Pálsson, 10.8.2012 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.