16.8.2012 | 13:50
Trú á yfirnáttúru og kraftaverkalyf er meinsemd
Hví trúir fólk furðulegum hlutum? spurði Michael Shermer í bók sem kom út i lok síðustu aldar (Why people believe weird things). Þar fjallar hann um fólk sem trúir undarlegum hlutum, t.a.m. þá sem afneita helförinni, dýrka djöfla, trúa sköpunarsögu biblíunar, sem smíða samsæriskenningar og aðra sértrúarsöfnaði í öllum regnbogans litum.
Shermer hefur mestan áhuga á því hvað fær fólk til að trúa undarlegum hlutum, t.d. talandi runnum, tilgátum um samsæri gyðinga eða því að geimverur hafi numið þá á brott.
Hin hliðin á málinu er sú að með einstrengingslegri trú á kjaftæði verður sumt fólk að meinsemd í mannlegu samfélagi. Skýr dæmi um hvernig trúarofstæki leiðir til hörmunga eru krossferðirnar, spænski rannsóknarrétturinn og fávitarnir sem flugu á tvíburaturnanna.
Önnur dæmi eru kannski ekki eins skýr, eins og trúa smáskammtalækningar (homeopathy) óhefðbundnar lækningar, bænir eða Atkinskúrinn. Nýjasta dæmið er trú sumra Laosbúa á að duft mulið úr beinum ljóna hafi lækningamátt.
Þetta er bara eitt dæmið af mörgum þar sem óhefðbundnar lækningar, (kannski sérstaklega í Asíu, en þó þoli ég ekki að fullyrða það) geta haft slæmar afleiðingar. Það eru engin vísindaleg gögn sem benda til þess að ljónabeinaduft hafi lækningarmátt, en engu að síður er komin upp þörf og þar með þrýstingur á síminnkandi ljónstofna. Deyjandi gamalmenni í Laos er örugglega alveg sama hvort að duftið sem hann fái sé úr síðasta ljóninu eða því næst síðasta, svo lengi sem hann trúi því að það bæti lífslíkur hans eitthvað. Þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum verða örlög annara, sérstaklega annara dýra, harla léttvæg.
Hérlendis er hæpið að nokkur muni kaupa ljónabeinaduft sér til hressingar, en í staðinn er nóg framboð af öðrum snákaolíum og hressingarlyfjum. Ég vona að til þess komi ekki að íslenskir kraftaverkalyfja-neytendur taki þátt í útrýmingu ljóna, eða annara tegunda í útrýmingarhættu. Hins vegar eru sumar pillur sem seldar eru í heilsubúðum úr fágætum tegundum, sem eru ofnýttar í náttúrunni , t.d sólhatti (Echinacea ).
Því er mikilvægt að við áttum okkur á því að ekki öll vandamál hafa lausnir. Stundum getum við ekkert gert við sjúkdómum annað en lina þjáningar. Við viljum leita lausna, en lausnin kann að vera líkn frekar en ljónabeinaduft.
Vilja mala ljónabein í lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ekkert hefur kostað mannkyn eins mikið og hjátrú og kukl. Svo eru þessi frík farin að berjast gegn vísindum og raunverulegum lækningum.
Ætli mannkynið endi ekki með að útrýma sjálfu sér..
DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:53
1. Þú ert annaðhvort sjálfur að ljúga að fólki og trúir í raun og veru allt þetta "ruglaða" sem þú talar um.
2. Þú ert eins og flest allir aðrir, búið að blekkja með öllu því sem menntakerfið kennir.
Það er enn fullt af fólki með völd í heiminum sem trúir á þessa "fáranlega" hluti sem þú talar um, svo er meðalmaðurinn sem trúir á allt það sem er venjulegt að trúa á, er það ekki svoldið skrýtið?
Maður verður að komast að sannleikanum um raunveruleikann sjálfur það þýðir ekki að leita til kennara í menntaskóla eða í skrifir eins og þínar eða jafnvel mínar.
A (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 02:51
Doctor E
Ég mæli með Fads and fallacies in the name of science, eftir Martin Gardner. Hún er ansi gömul, en rekur kukl fyrrihluta síðustu aldar ágætlega.
http://alternative-x.com/store/Martin%20Gardner%20-%20Fads%20%26%20Fallacies%20In%20The%20Name%20Of%20Science.pdf
Sæl(l) A.
Takk fyrir hressandi innslag. Það er einmitt dálítið ógnvekjandi hversu margir trúa furðulegum hlutum, Mbeki fyrrum forseti Suður Afríku og R. Reagan fyrrum forseti BNA voru báðir með fáránlega hugmyndir um orsakir Eyðni, og drápu þannig fólk.
Vilt þú kannski verja þessa hugmynd að ljónabeinaduft lækni sjúkdóma?
Eða að hvítlaukur dugi sem vörn geng HIV veirunni?
Eða að eyðni sé sjúkdómur sendur af guði til að refsa hommum?
Þú segir:
Það eru mörg atriði varðandi raunveruleikann sem ég hef engan áhuga á að sannreyna sjálfur, t.d. hvort hægt sé að lifa fall úr Hallgrímskirkju, eða hvort 3 lýsisperlur á dag í heilt ár sé nægileg fæða til að halda manneskju lifandi.
Þess vegna treystum við á þekkingu, sögulega aðallega úr reynsluheimi okkar nákominna, og nútildags niðurstöður vandaðra rannsókna. Þannig lærum við að borða, þrífa okkur og forðast hættur í raunveruleikanum.
Arnar Pálsson, 17.8.2012 kl. 14:08
Já ég vil verja hugmyndina um að ljónabeinaduft lækni sjúkdóma og allar aðrar "furðulegar" kenningar. Raunveruleikinn er allt of snúin í raun að minnsta kosti eins og er til að fara að gera sér getgátur um hvað er satt og hvað ekki, persónulega treysti ég mjög lítið á "vandaðar" rannsóknir eða þennan almenna lærdóm sem við lærum að borða, þrífa okkur og forðast raunveruleikann.
Samfélagið er að gera í rauninni allt rangt held ég persónulega. Það er búið að fela fyrir okkur raunverulega afl okkar, við erum mikið sterkari, gáfaðri og langlífari en það sem yfirvaldið er búið að steypa okkur út í, það er búið að drepa sálina í flest öllum.
A. (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 14:20
Sæl(l) A
Ef við setjum barnabeinaduft í stað ljónabeinaduftsins, breytir það eitthvað afstöðu þinni?
Í mannkynssögunni er fullt af dæmum um þá "furðulegu" trú að ungviði hafi í sér kraft sem megi ná í og nýta með blóðfórn.
Hvernig ætlar þú að meta hvor þessara óhefðbundnu lækninga virki betur eða ekki?
Annars er sýn þín ansi svört. Samfélagið er ekki fullkomið, og verður aldrei betra en það sem þegnarnir leggja í það. Mitt framlag er að skrifa um vísindi og líffræði, stundum í víðara samhengi stundum ekki.
Ég hef mikinn áhuga á því að fólk lifi lengur, sé heilbrigðara og greindara - en mín afstaða er sú að ein best leiðin til þess að ná þeim markmiðum sé að nota aðferð vísindanna til að greina kjarnann frá hisminu (ljónabeinaduftinu).
Arnar Pálsson, 17.8.2012 kl. 14:47
Sæll Arnar,
Fyrir nokkrum áratugum voru mjólk og mjólkurvörur taldar nánast eitraðar vegna þess að þær innihéldu fitu. Svo kom í ljós að þær voru voru megin undirstaða í kalkbúskapnum hjá okkur. Lýsi var líka fullt af fitu og bráðóhold á tímabili, þar til Omega-3 og Omega-6 komu til skjalanna og allt í einu var lýsi bráðnauðsynlegt heilsu manna. Svo komust menn að því að feitur fiskur var fullur af þessu og nú hámar fólk í sig lax eins og enginn sé morgundagurinn - ég þar meðtaldinn, enda er lax herramanns matur!:)
Fyrir 30 árum var nálastunguaðferð kínverkst kukl og einskis nýtt samkvæmt vísindamönnum og læknum þess tíma, en svo fóru menn að gera sér grein fyrir því að málið var bara ekki alveg svona einfalt. Fyrir öld var mönnum látið blæða og samkvæmt læknum þess tíma þá var það allara meina bót.
Svona hefur þetta nú gengið í gegnum aldirnar að vísindamenn hvers tíma trúa á alls konar bull og hindurvitni því þeir vita ekki betur. Er það eitthvað öðruvísu en að trúa á ljónabeinaduft frá Afríku? Hefur einhver skoðað þetta duft gaumgæfilega?
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 18.8.2012 kl. 05:40
Sko mér finnst að allir kristnir eigi að notast við biblíu í baráttu við sjúkdóma.
Biblían segir að menn eigi að ná sér í 2 fugla, slátra einum og láta blóðið í fötu. Stinga svo priki í blóðið og skvetta því 7 sinnum um íbúðina, taka svo lifandi fuglínn og sleppa honum. BANG
Má ég minna á að ísland lætur amk 5000 milljónir í áhangendur þessarar hjátrúar.. meira að segja ég þarf að borga, þó ég standi utan hjátrúar.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 10:55
DoktorE er ofsatrúarmaður. Greinilega mjög varasamur í bókstafstrú.
Jónas (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 18:02
Arnór
Ég var ekki að segja að vísindin, eða réttarasagt vísindamenn, væru óbrigðulir boðberar sannleikans. Það er allt önnur umræða, en í stuttu máli eru vísindin skásta leiðin til að leita sannleikans en vísindamennirnir geta flækst fyrir því þeir skoða ekki rétta hluti, sleppa viðmiðunum eða eru blindaðir af eigin tilgátum. En með tíð og tíma þá tekst vísindasamfélaginu að sníða þessa agnúa af, og skilja mikilvægustu atriðin.
Lækningar fyrri alda voru ekki vísindi, heldur samansafn af kukli og reynslu.
Greinin mín fjallaði um að óhefðbundnar lækningar, sem eru flestar byggðar á hindurvitnum og staðlausri táknfræði (limlaga dýr auka kyngetu).
Ég hef miklar efasemdir um að ljónabeinaduft lækni veika. Ef við ætlum að kanna allar tilgátur óhefðbundinna heilunarfræða með aðferðum vísinda, þá verðum við fljótir að klára ljónin okkar.
Arnar Pálsson, 20.8.2012 kl. 14:01
Doctor E.
Skemmtilegur gjörningur, sástu hann á menningarnótt? Kannski þetta sé möguleiki fyrir Rétttrúnaðarkirkjuna til að bæta ímynd sína. Í staðinn fyrir að fórna pönkurum.
Tek undir með þér, hvet alla til að skrá sig úr þjóðkirkjunni.
Jónas
Held að DoktorE sé ofsalega efins um trú. Það eru ekki allir varasamir sem vitna í biblíuna.
Arnar Pálsson, 20.8.2012 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.