Leita í fréttum mbl.is

Skutu máf sem veiddi laxa

Í sveitinni minni er nafntoguð laxá. Afi minn og nú frændi leigja alltaf ánna til veiðifélags, og við nýttum aldrei veiðidaga. En samt borðuðum við stundum lax úr ánni hér á árum áður.

Lykillinn var að vakta veiðibjölluna sem veiddi lax. Þegar bóndinn eða vinnumaðurinn voru að vinna á sléttunum við ánna, fylgdust þeir með atferli máfsins. Það var a.m.k. ein veiðibjalla sem gat nefnilega veitt lax. 

Hún sveif yfir fisknum, dýfði sér síðan niður og hjó í hann. Við vitum ekki alveg hvernig hún fór að, en það var sem hún stýrði fisknum upp á grynningar. Þar sá bóndinn til hennar gæða sér á fisknum, óð út í ánna og hirti fenginn.

Síðan fékk veiðifélagið byssumenn til að fækka fuglum, og eftir það fundum við ekki fleiri laxa á þennan hátt. Mögulegt er að þeir hafi skotið mávinn sem kunni að veiða lax.

Vitanlega er e.t.v. líklegra að veiðibjallan hafi ekki veitt laxinn sjálf, heldur bara kunnað að nýta sér sjálfdauða (eða örþreytta og slæpta fiska sem veiðimenn slepptu...undarleg hegðun veiðimanna...spurning hverjar lífslíkurnar eru hjá fiski sem sleppt er?).

Mér fannst laxinn alltaf ágætur biti. Jafnvel þótt að hann hafi e.t.v. verið sjálfdauður var hann sannaræega betri en soðin gömul hæna.


mbl.is Skjóta máva sem éta hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er lunkinn við veiðar.. :)
http://www.youtube.com/watch?v=f63NDzroVVo
Ef blessaður máfurinn hefði ekki verið drepinn.. þá gætu afkvæmi hans verið komin með stöng ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 11:19

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Frábært vídeó.

Nú þarf ég að setjast með vídjóvél við Laxánna og vona að einhver af nýju veiðibjöllunum standi undir nafni.

Arnar Pálsson, 30.8.2012 kl. 13:35

3 identicon

Spurt er: "spurning hverjar lífslíkurnar eru hjá fiski sem sleppt er?"

 Svar: 98 - 82%

"The effects of catch and release angling on survival of Atlantic salmon, Salmo salar L., at Conne River, Newfoundland, were investigated by retaining angled (n=49; experimental group) and trap-caught (n=20; control group) fish in holding cages for up to 40 days. Samples were obtained from 8 June to 4 July, 2000, and partitioned among four water temperature strata. Apart from not being angled, control fish were handled, tagged, and transferred to holding cages in a manner similar to angled salmon. Water temperatures and discharge were monitored throughout the duration of the study. Overall, 8.2% of salmon caught and released died, but 12% died among salmon angled in water temperatures ≥ 17.9 °C. No control fish died. There were no significant differences in time associated with angling, exposure to air, tagging, transfer to holding cages, nor total handling time between salmon that survived vs. those that died. Results of the study should encourage managers to continue to use catch and release as a viable tool in the management of Atlantic salmon stocks."

Effects of catch and release angling on Atlantic salmon, Salmo salar L., of the Conne River, Newfoundland

JB Dempson, G Furey, M Bloom - Fisheries Management and Ecology, 2002

Skarphéðinn Halldórsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 16:25

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Skarphéðinn

Frábært, þetta er hærra hlutfall en ég óttaðist, sem þýðir líklega að mávurinn var að veiða í alvörunni, eða finna veika/auma fiska til að myrða.

Arnar Pálsson, 31.8.2012 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband