Leita í fréttum mbl.is

Steingervingur frá Svalbarða afhjúpar sögu hvítabjarna

Hvítabirnir lifa á norður heimskautinu, á íshellunni og einnig á föstu landi hluta ársins. Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og nemendur hans, fundu fyrir nokkrum árum steingerðan kjálka hvítabjarnar á Svalbarða (sjá meðfylgjandi mynd Ólafs). Í ljós kom að beinið var um 110.000-130.000 ára gamalt.

IsbjarnarKjalki_OlafurIngolfsson

Í kjölfarið hóf Ólafur samstarf við erlenda erfðafræðinga, sem tókst að einangra DNA úr beininu og þar með að kanna uppruna og sögu hvítabjarna. Nýverið birtu Ólafur og samstarfsmenn rannsókn sem sýnir að hvítabirnir komu fram fyrir 4-5 milljónum ára. Hún leiðir einnig í ljós að stórfelldar loftslagsbreytingar og flæði erfðaefnis milli hvítabjarna og brúnbjarna hafa haft mikil áhrif á þróun hvítabjarna.

Ólafur mun rekja sögu þessara rannsókna í erindi 7. september 2012. Erindið kallast "From dirt to DNA - A chance fossil find on Svalbard sheds light on the natural history of the Polar Bear" og verður flutt á ensku.

Erindið er undir formerkjum líffræðistofu, Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ. Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Skyldir pistlar.

Ættartré tegunda, einstaklinga og gena
Ísbirnir og pöndur að fornu og nýju  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband