Leita í fréttum mbl.is

Gen fyrir gangi hesta

Lífvísindasetur Háskóla Íslands (BMC) og framhaldsnám í lífvísindum (GPMLS) tilkynna:

Fyrirlestur um gen sem ræður gangi hesta.

Úr tilkynningu:

Þann 4. október næstkomandi mun Dr. Leif Andersson, prófessor við Uppsalaháskóla halda fyrirlestur um nýlegar rannsóknir sínar á erfðum gangs í hestum.

Rannsóknahópur Dr. Andersson við Uppsalaháskóla og Sænska Landbúnaðarháskólann hefur, ásamt samstarfsfólki, fundið breytileika í einum erfðaþætti (geni) í hrossum sem hefur úrslitaáhrif á getu þeirra til góðgangs, sem er jafnframt veigamikill þáttur í árangri hrossa í kerrukappakstri á brokki og skeiði. Íslenski hesturinn var lykillinn að því að breytileiki þessi fannst. Tilraunir með þennan erfðaþátt í músum hafa leitt í ljós nýja grunnþekkingu á taugaboðleiðum þeim er stýra hreyfingum útlima. Rannsóknin markar tímamót í skilningi á taugaboðleiðum í mænu, og hvernig þær stýra hreyfimynstrum hryggdýra. Rannsóknin var nýlega birt í hinu virta vísindariti Nature. Leif mun einnig ræða erfðaþætti sem ráða stærð hanakambsins en þar kom íslenska landnámshænan við sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband