3.10.2012 | 10:54
Þróunarlegur skyldleiki kræklinga á suðurhveli
Dr. Kristen Marie Westfall mun fjalla um rannsókn á þróunarlegum skyldleika kræklinga á suðurhveli í erindi föstudaginn 5. október næstkomandi. Fyrirlestur hennar kallast Exploring evolutionary relationships among Southern hemisphere blue mussels og verður fluttur á ensku.
Kristen er nýdoktor við Vör Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð og er einnig í samstarfi við Líf og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands. Hún lauk nýlega doktorsprófi frá Viktoríu háskóla í Wellington á Nýja Sjálandi. Rannsóknir hennar snúast aðallega um stofnerfðafræði og líflandafræði sjávarlífvera.
Kristen mun fjalla um rannsóknir sínar á vistfræði og tegundaauðgi bláskelja á suðurhveli. Hún nálgast viðfangsefnið á mismunandi stærðargráðum, frá könnun á fjölbreytileika bláskelja í litlum flóa á Nýja Sjálandi til athugunar á uppruna og skyldleika kræklingategunda á suðurhveli. Gögn hennar afhjúpa flókna þróunarsögu, kynblöndun tegunda og misræmi milli svipfars og erfðafræðilegra gagna.
Mynd: Kristen M. Westfall við veiðar. Picture copyright Kristen M. Westfall.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.