4.10.2012 | 12:48
Decode dregur upp Háskóla Íslands
Það er ákaflega jákvætt að Háskóli Íslands skuli ná þessum frábæra árangri. Árangurinn á sér margar ástæður, en ein veigamikil er sú staðreynd að Kári Stefánsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Agnar Helgason og fleiri vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu eru með stöður við HÍ.
Íslensk erfðagreining er sérstakt "fyrirtæki" að því leytið að þeir framleiða aðallega vísindagreinar, og ég veit ekki betur en að Kári Stefánsson sé meðhöfundur á 95% þeirra. Stutt leit í Web of science (sem er undir Thomas Reuters, sem vann greininguna fyrir Times Higher Education, sýnir að Kári hefur birt rúmlega 400 vísindagreinar.
Athugið það er umtalsverð óvissa í þessu mati, og öðru stærðum hér að neðan, og þetta dregur bara upp stóra drætti.
Hins vegar er ljóst að HÍ fær mjög marga punkta frá Decode. HÍ fær stig fyrir allar greinar sem Kári hefur birt á síðustu 5 árum (~180), og allar tilvitnanir í greinar hans frá 2006 til 2011 (15042).
Fyrir raunvísindi og læknavísindin er heildarfjöldi greina fyrir HÍ á þessu tímabili (greinar Decode sem geta tengingar við HÍ meðtaldar) er uþb 450 og tilvitnanir ~27000.
Þetta sést bersýnilega í samantektinni á vef Times Higher Education, þar sem HÍ skorar hátt fyrir tilvitnanir (sjá skjáskot að neðan). HÍ fær 71% einkunn fyrir tilvitnanir (citations - gul stika), en bara 11% fyrir kennslu (blátt), 59% fyrir alþjóðleika (rautt), 74% fyrir iðnaðar tengingar og styrki (bleikt) og 24% fyrir birtar vísindagreinar (grænt). Vægi hlutanna er mismunandi og leiðrétt er fyrir mun á fræðigreinum að einhverju leyti (sjá neðst og tengil þar).
Til samanburðar þá skorar Háskólinn í Chicago (númer 10 á listanum) hátt í öllum atriðum (sjá skjáskot).
Þannig að HÍ er að einhverju leyti drifinn upp af skynsamri pólitík stjórnenda skólans, sem veittu starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og annara rannsóknastofnanna gestaprófessorstitla.
Í veröld stórra háskóla skiptir nefnilega máli að vita hvaða mælistikur eru lagðar á frammistöðu og gæði. Það gildir í þessu sem sauðfjárrækt, eftir mælikvarðanum dansa limirnir og lærin.Samantektin fyrir HÍ sýnir einnig hvar sóknarfærin liggja, í aukinni rannsóknavirkni og bættum gæðum kennslu. Kennslumælistikan byggist á ímynd skólans meðal fræðisamfélagsins - byggt á skoðanakönnun meðal fræðimanna (15% heildar), hlutfalli útskrifaðra doktorsnema og grunnnema, og hlutfalli kennara og nemenda (sem er mjög lágt hérlendis) og nokkrum öðrum þáttum. Miðað við núverandi fjársvelti Háskóla á Íslandi er ólíklegt að þessar kennslumælistikur lagist, nema einhverjum almenningstenglasnillingnum detti í hug Inspired by University of Iceland Vikings auglýsingaherferð. Því á Íslandi virka ímyndir og sögur betur en gögn og staðreyndir.
Einkunnin er þannig samansett (af vefsíðu Times Higher Education ).
Our 13 performance indicators are grouped into five areas:
- Teaching: the learning environment (worth 30 per cent of the overall ranking score)
- Research: volume, income and reputation (worth 30 per cent)
- Citations: research influence (worth 30 per cent)
- Industry income: innovation (worth 2.5 per cent)
- International outlook: staff, students and research (worth 7.5 per cent).
Háskóli Íslands meðal 300 bestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þetta mynnir á greiningardeildir bankanna.
Benni (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 22:34
Sæll Benni
Það eru vissar hliðstæður við markaðssvið bankanna.
Ímynd framar eða ofar innihaldi.
Arnar Pálsson, 9.10.2012 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.