Leita í fréttum mbl.is

Tenging vistkerfa og hagkerfis með tilvísun í samgöngur

María Hildur Maack doktorsnemi í Umhverfis og auðlindafræði við HÍ mun ræða auðlindanýtingu í þágu framfara í erindi föstudaginn 12. október 2012. Fyrirlesturinn heitir, Tenging vistkerfa og hagkerfis með tilvísun í samgöngur (The connection between ecosystems and economics with reference to transport in Iceland) og verður fluttur á íslensku. Ágrip erindis:

Velferð ræðst ekki einungis af tekjum og prísum. Traustir innviðir og dreifikerfi sem nýtast öllum þegnum, menntun sem gefur fólki tækifæri til að velja starf, góð heilsa og efnhagslegur jöfnuður (eða kostnaðarjöfnuður) sem gerir jafnvel lægri tekjuhópum kleift að njóta sæmilegra lífskjara setur mark sitt á samfélagsþróunina.  Í stuttu máli er talað um að samfélög styðjist við 5 mismunandi auðlindir:  mannauð, félagsauð, náttúruauðlindir, manngert umhverfi auk fjármagns. Maðurinn er háður náttúrunni og hagfræði er í raun vistfræði mannsins.

Verkefnið er sett upp til að sýna hvaða aðferðum má beita til að meta breytingar á öllum þessum þáttum þegar ætlunin er að bæta mannlíf. Stungið er upp á aðferðum og þær prófaðar til að meta hvað gæti breyst við það að nýta íslenska orku í stað olíu í samgöngum.

Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband