Leita í fréttum mbl.is

Haustráðstefna Vistfræðifélags Íslands 2012

Haustráðstefna Vistfræðifélags Íslands 2012 verður haldinn 17. nóvember frá kl. 9-17 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Markmið ráðstefnunnar er að efla tengsl milli þeirra sem sinna vistfræðirannsóknum. Til að ná þessu markmiði verður tryggt að góður tími verði fyrir veggspjaldakynningu og óformlegar umræður. Ágripum skal skila inn fyrir 1. nóvember á netfangið vistfraedifelag@gmail.com. Taka skal fram hvort óskað er eftir að halda erindi eða kynna veggspjald. Ágrip skulu vera í leturgerðinni Times New Roman (12 punkta) og á íslensku eða ensku. Tilgreina skal titil kynningar, höfunda og aðsetur þeirra auk netfangs flytjanda.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins www.vistis.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband