Leita í fréttum mbl.is

Erfðatækni, umhverfi og samfélag

Í framhaldi af námskeiði um erfðatækni og samfélag, í samstarfi LBHI, HI og HA, hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á 3 endurmenntunarnámskeið sem spanna notkun erfðatækni í landbúnaði, matvælaiðnaði og áhrif hennar á heilsu. Áhugasömum er bent á tilkynningu frá LBHI.

Erfðatækni, umhverfi og samfélag 

Í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Matvælastofnun

Stök námskeið á sviði erfðatækni sem henta þeim sem vilja efla og dýpka þekkingu sína á erfðatækni á einn eða annan máta. Námskeiðin geta t.a.m. nýst vel þeim sem vinna við fjölmiðla, almenningsfræðslu, kennurum á mismunandi skólastigum, starfsfólki í heilbrigðisgeiranum, þeim sem vinna við landbúnað sem og þeim sem vinna við lyfja - og matvælaframleiðslu. Á námskeiðunum verður farið yfir hvað felist í erfðatækni og hvernig megi nýta þessa tækni í grunnrannsóknum, læknisfræði, landbúnaði og matvælaiðnaði. Lögð verður áhersla á að fjalla um málið frá öllum hliðum og kynntir verða bæði möguleikar og takmarkanir við beitingu tækninnar, þ.m.t. hugsanlegar hættur fyrir heilsu manna og umhverfið.

Hagnýting erfðatækni í landbúnaði

Kennarar: Áslaug Helgadóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Jón Hallsteinn Hallsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Arnar Pálsson dósent/Zophonías Jónsson dósent við Háskóla Íslands og Guðni Elísson prófessor við Háskóla Íslands.

Tími: Fim. 1. nóv., kl. 12:30-17:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Hagnýting erfðatækni í matvælaiðnaði

Kennarar: Oddur Vilhelmsson dósent við Háskólann á Akureyri, Helga Margrét Pálsdóttir sérfræðingur hjá Matvælastofnun, Arnar Pálsson dósent/Zophonías Jónsson dósent við Háskóla Íslands og Guðni Elísson prófessor við Háskóla Íslands.

Tími: Fim. 8. nóv., kl. 12:30-17:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík

Hagnýting erfðatækni í heilbrigðisvísindum og áhrif erfðabreyttrar fæðu á heilsu

Kennarar: Magnús Karl Magnússon prófessor við Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson prófessor við Háskóla Íslands, Arnar Pálsson dósent/Zophonías Jónsson dósent við Háskóla Íslands og Guðni Elísson prófessor við Háskóla Íslands.

Tími: Fim. 15. nóv., kl. 12:30-17:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Ef þátttakandi skráir sig á öll námskeiðin þrjú, þá er veittur 20% afsláttur af heildar­reikningi og því einungis greitt 23.760kr. Einnig er hægt að skrá sig á staka daga og kostar þá hver dagur 9.900kr. Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband