Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Nóbelsverðlaun, erfðabreytt hveiti og opinn aðgangur

Nokkur forvitnileg erindi eru í boði í vikunni. Fyrst ber að nefna erindi Guðbjargar Aradóttur líffræðings um erfðatækni (Erfðabreytt hveiti og samfélagsumræðan)

Mánudaginn 22. október kl. 15 mun Guðbjörg Inga Aradóttir (Gia Aradóttir) líffræðingur halda fyrirlestur í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti um rannsóknir á erfðabreyttu hveiti við Rothamsted rannsóknarstofnunina í Bretlandi. Gia var nokkuð í fréttum síðast liðið sumar vegna þátttöku sinnar í þessari rannsókn sem komst í fjölmiðla þegar hópur sem kallaði sig ‚Take the flour back‘ hótaði að skemma tilraunareiti með hveitinu. Rannsóknahópurinn brást við þessu með nýstárlegum hætti þegar hann sendi frá sér myndband á YouTube til þess að skýra sína hlið málsins og óskaði jafnframt eftir samræðum við hópinn sem hótað hafði skemmdarverkum.

Á fimmtudaginn mun Guðrún Valdimarsdóttir lektor, lífefna-og sameindalíffræðistofu, Lífvísindasetri læknadeildar fjalla um Nóbelsverðlaunin í lífeðlis og læknisfræði 2012. (25. október 2012 - 12:20 til 13:00 á Keldum)

Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, Dr. John B. Gurdon, University of Cambridge, og Dr. Shinya Yamanaka, Kyoto University. Verðlaunin eru veitt fyrir þá uppgötvun að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Uppgötvun þeirra breytti þeirri almennu skoðun að starfsemi og eiginleikar líkamsfruma (somatic cells) væru óafturkræf. Dr. Gurdon klónaði fyrstur manna  frosk þar sem hann flutti kjarna úr sérhæfðri líkamsfrumu úr froski í kjarnalaust egg  og sýndi  fram á að erfðaupplýsingarnar úr líkamsfrumunni nægðu til að mynda halakörtu  (1962). Dr. Yamanaka varð fyrstur til að umbreyta sérhæfðri líkamsfrumu beint í fjölhæfa stofnfrumu (2006).  Í erindinu verða rannsóknir þeirra raktar og fjallað um notagildi þeirra í læknisfræðilegum tilgangi.

Á föstudaginn verður haldið upp á viku opins aðgangs með örmálþingi í Öskju 

Í tilefni af alþjóðlegu Open Access vikunni (http://www.openaccessweek.org) verður haldið örmálþing um opið aðgengi (OA) að birtu fræðiefni, með þáttöku LUVS, Heilbrigðisvísindabókasafns LSH og Rannís. Kl. 12:30 - 13:30 í stofu 130.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband