Leita í fréttum mbl.is

Breytileiki í stofnstærðum laxfiska

Umtalsverðar sveiflur hafa verið í stofnstærðum laxfiska hérlendis síðustu áratugi. Gagnaraðir um langt árabil yfir ýmsa þætti í lífsferli fiskanna gerir það kleift að kanna orsakir þessa breytileika. Koma þar við sögu þéttleiki seiða, samkeppni milli þeirra í ferskvatni, breytilegt tíðarfar, fæðuskilyrði í sjó, sjúkdómar og jafnvel hnattræn hlýnun.

austurland_2012_thorolfurantonsson.jpgÞórólfur Antonsson (mynd tekin á austurlandi), fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, mun ræða rannsóknir á þessum sveiflum föstudaginn 2. nóvember 2012. Erindið kallast Breytileiki í stofnstærðum laxfiska og hluti af fyrirlestraröð líffræðistofu, Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ. Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið er í stofu 130 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Áhugavert, verst að komast ekki. Þú spyrð hann kannski um öfuga fylgni laxastofna við stofnstærð uppsjávarfiska við Ísland -fyrir mig? Hér er umfjöllun norsks fiskifræðings, þar sem komið er inn á "saken". Markílinnrásin er hreint ekki ólíklegur meginþáttur!?

http://www.kyst.no/?page_id=120&article_id=96285&fb_action_ids=4038022949111&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582

Ólafur I. Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 13:31

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Ólafur

Ég skal spyrja hann, þú getur lika sent honum skeyti (www.veidimal.is).

Arnar Pálsson, 2.11.2012 kl. 09:13

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Ólafur

Okkur Þórólfi tókst ekki að ræða um makrílinn því miður. Vonandi færð þú svör við spurningum þínum annarstaðar.

Arnar Pálsson, 14.11.2012 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband