Leita í fréttum mbl.is

Bestu örveruvinir mannsins

Það er frábært að eiga góðan vin.  Enn betra er að eiga marga vini. Við eigum mun fleiri vini en við áttum okkur á.

Örverufræðingar vita manna best að enginn er eyland.

Mannslíkaminn er þakinn örverum, húð jafnt sem meltingarvegur. Áætlað er að hver 80 kg. maður beri með sér um 3 kg. af bakteríum, og ef við teljum fjölda fruma þá eru uþb 10 örverur á hverja eina mannafrumu*.

Fæstar þessara baktería eru okkur hættulegar, þær eru hluti af eðlilegri flóru og nýtast okkur óbeint, t.d. við að halda niðri öðrum sýkjandi örverum. Sumar þeirra, alþekktir sýklar eða venjulega meinlausar bakteríur sem stökkva til þegar tækifæri gefst, geta nefnilega brotist inn í okkar allra heilagasta (líkamsholið og blóðrás) og þá er hætta á ferðum. Úr Líkaminn sem vígvöllur þar sem fyrst var rætt um hættuna af afræningjum, t.d. ljónum:

En sýklar eru ein alvarlegasta ógn sem steðjar að líkama okkar. Við, hin dýrin og plöntur erum nefnilega ansi girnilegir fæðusekkir, sem bakteríur, sveppir og frumdýr vilja gera sér að góðu. Varnir líkamans gegn sýklum eru margskonar, húðin er t.d. þéttofin skrápur sem er endurnýjaður jafnóðum. Ef bakteríur eða sveppir ná að koma sér fyrir í húðinni, þá mun hin hraða endurnýjun húðarinnar ýta þeim frá okkur, uns þeir losna af með húðflögunum. En um leið og sár myndast þá stökkva sýklarnir á tækifærið. En líkaminn ræsir líka sitt eigið varnarlið. Ónæmiskerfin, hið náttúrulega og frumubundna, fara í gang þegar húðin rofnar.  

En örverurnar eru einnig náttúrulegar og nauðsynlegar fyrir líf okkar og velferð  t.d. bakteríur í brjóstamjólk:

Bakteríur í iðrum eru okkur nauðsynlegar. Meltingarvegurinn þroskaðist ekki eðlilega í rottum sem ólust upp í bakeríufríu umhverfi. Einnig verða stórkostlegar breytingar á bakteríuflóru barna frá fæðingu til 3-4 ára aldurs.  Sýnt var fram á þetta með rannsókn á örverumengi um 300 manna, sem byggði á raðgreiningu á DNA einangruðu úr saursýnum og öðrum vefjum (Structure, function and diversity of the healthy human microbiome - Nature 2012). E.t.v. er bakteríulegt uppeldi jafnmikilvægt og félagslegt uppeldi.

Sjá einnig Bakteríurnar og görnin, Mikilvægi þróunkenningarinnar fyrir læknisfræði, Líkaminn sem vígvöllur og Hrein fegurð tilviljunar.

*(mismunurinn á þessum tveimur hlutföllum liggur í stærð mannafrum og smæð örvera)


mbl.is Fullt af bakteríum í naflanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband