19.11.2012 | 11:13
Líkön af efnaskiptum ákveðinna frumugerða
Maike Kathrin Aurich doktorsnemi við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands mun fjalla um rannsóknir sínar á frumusérhæfðum efnaskiptalíkönum, föstudaginn 23. nóv 2012 (kl 12:30 í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).
Maike vinnur að því að búa til efnaskiptalíkön fyrir mannafrumur, sem eru ólíkar að byggingu og genatjáningu. Skilningur á frumusérhæfðum efnaskiptum, gæti hjálpað við rannsóknir á og meðhöndlun sjúkdóma. Aðferð hennar er að samþætta margvísleg erfðamengjagögn fyrir ólíkar frumulínur. Hún vinnur með tvær T-frumulínur, og gögn um genatjáningu (umritunarmengi - transcriptome) og heildar efnaskipti (metabolome) í báðum frumugerðunum.Líkön eru byggð af efnaskiptum frumnanna, út frá genatjáningu og mældum hvarf og myndefnum. Slík líkön geta gefið mynd af efnaskiptahæfileikum ólíkra frumugerða, og hvernig þeir hæfileikar breytast þegar umhverfi frumunnar eða jafnvel erfðasamsetning breytist.
Erindið verður flutt á ensku og kallast Generation of cell line specific metabolic models based on transcriptomic, exo- and endo-metabolomic data.
Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.