28.11.2012 | 10:05
Rafdráttur til gæðagreininga á kjarnsýrum
Hans G. Þormar doktorsnemi við læknadeild HÍ og forstjóri Lífeindar/Biocule mun fjalla um Rafdrátt til gæðagreininga á kjarnsýrum (Electrophoresis to assess quality of nucleic acid samples).
Erindið verður föstudaginn 30. nóvember 2012 frá 12:30 til 13:10, í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Enskt ágrip erindisins:
Current methods in genetics use complex samples of nucleic acids e.g. genomic or transcriptomic samples. Such samples are put through a number of processes and purifications. The molecules in the samples are almost always of different length and strandness, e.g. single-stranded DNA (ssDNA), double-stranded DNA (dsDNA), single-stranded RNA (ssRNA), double-stranded RNA (dsRNA) or RNADNA hybrids. The nucleic acid molecules can be damaged by sample treatment. There has been no good way to characterize the composition of such samples, nor the effects of that for downstream processes. We have developed a Two-Dimensional techniques to analyse such complex samples based on differences in length, conformation and strandness.
Lífeind er sprotafyrirtæki sem spratt úr rannsóknarvinnu Jóns J. Jónssonar og nemenda hans við Læknadeild og Landspítala. Fjallað er um Lífeind á vef HÍ.
Fyrirtækið hefur það markmið að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir til að einangra beint, úr flóknum erfðaefnissýnum, DNA-sameindir með óeðlilega byggingu. Aðferðirnar má m.a. nota til að einangra DNA-sameindir sem innihalda erfðabreytileika, stökkbreytingar og skemmdir.
Unnið er að markaðssetningu aðferða Lífeindar á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið hefur aðsetur innan Lífefna- og sameindalíffræðistofu í Læknagarði, sérhæfðu rannsóknar- og kennsluhúsnæði Læknadeildar Háskóla Íslands.
Erindið verður flutt á ensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Erfðafræði, Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.