5.12.2012 | 13:38
Græðarar í míní-pilsi á B5
Fyrir hinu háa alþingi liggur tillaga um þingsályktun sem hljómar svo:
Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts.
Margir telja þetta misráðið, t.d. Svanur Sigurbjörnsson (Bréf vegna þingsályktunartillögu um græðara) sem Kastljós ræddi einnig við fyrr í vikunni (Varar við vísindafantasíum á þingi). Okkar pistill var á svipuðum nótum og gagnrýni Svans (Tillaga til þingsályktunar um heildrænar meðferðir græðara).
Í morgun birtist grein eftir Sif Sigmardóttur undir titlinum Berir leggir og upphafning fávísinnar (sjá einnig Berir leggir og upphafning fávísinnar). Greinin er hreinasta afbragð, og þið verðið að lesa hana ekki bara þessa stuttu tilvitnun:
Hver hefur ekki heyrt yfirlýsingu sem þessa?: "Frænka nágranna bróður míns fór í lithimnugreiningu, fékk ávísaða blómadropa og verkurinn í stórutánni hvarf."
Sögusagnir af þessu tagi eru gjarnan notaðar til að renna stoðum undir gagnsemi óhefðbundinna lækninga. Fullyrðingin kann að segja eitthvað um stórutá frænku nágranna bróðurins. Hún segir hins vegar ekkert um lithimnugreiningu og blómadropa. Handahófskenndar reynslusögur einstaklinga eru ekki rannsóknir heldur gervivísindi. Þeir sem fullyrða annað þekkja annaðhvort ekki hina vísindalegu aðferðafræði sem mannkynið hefur þróað með sér til að greina staðreyndir frá staðleysu eða hunsa hana viljandi.
Þótt fjöldi fólks vilji gjarnan að smáskammtalækningar eða höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun lækni það af kvillum þýðir það ekki að þær geri það. Þótt ég litaði gráu hárin ljós, gengi um berleggjuð í míní-pilsi með Rihönnu í eyrunum og héngi á B5 liðlangan daginn gerði það mig ekki tuttugu og tveggja. Óskhyggja er ekki sannleikur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þessar óhefðbundnu lækningar eru ekki að virka, virkuðu aldrei fyrir forfeður okkar, homeopathy er bara viðbót við ruglið.
Milljónir um allan heim fara í svona óhefbundið rugl, milljónir fá engan bata eða drepast bara, einn læknast og það er gripið á lofti sem lækning.. en er bara tilviljun.
Þetta er svona eins og þegar flugvél ferst, allir dauðir nema einn, menn hrópa kraftaverk, sjá bara þann sem slapp, brunnin og laskaður en gleyma því að 300 manneskjur sprungu og brunnu í tætlur
DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 14:54
Arnar þú ert í góðum hópi doktor e, og greinar sem einhver ljóska skrifar um minipils.
Einu sinni voru "vísindamenn" vandir að virðingu sinni, en virðist ekki lengur vera, nema kannski það hafi verið léttara að fela "jólasveinana" áður fyrr. Jú, líklega það...
Halldór P. (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 17:04
Ég las þennan pistil einmitt í dag. Þótti hún koma þessu vel frá sér á svona líka skemmtilegan hátt.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.12.2012 kl. 20:17
Bíllinn minn bilaði um daginn. Mér finnst dýrt að láta gera við hann á "hefðbundnu" bílaverkstæði. Er ekki markaður fyrir "óhefðbundnar" bílaviðgerðir?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2012 kl. 09:58
DoktorE
Alltaf skemmtilega jákvæður.
Halldór P
Alltaf skemmtilega rökfastur. Það hýrnaði heilmikið yfir partíinu þegar þú birtist.
Ingibjörg
Sammála.
Gunnar
Þú fréttir etv af óhefðbundnu sprenguleitartækjunum sem Írak eyddi milljónum í... Iraq Swears by Bomb Detector U.S. Sees as Useless
Það er nefnilega hægt að græða pening, þegar búið er að sturta niður vísindalegum stöðlum.
Arnar Pálsson, 11.12.2012 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.