Leita í fréttum mbl.is

Nýjar reglur Rannís um birtingar í opnum aðgangi

Af vef um opið aðgengi:

-------

Eins og komið hefur fram hér áður hefur Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) síðustu mánuði unnið að stefnu sinni um opið aðgengi. Samkvæmt frétt á vef Rannís er þeirri vinnu nú lokið og munu nýjar reglur með OA ákvæði taka gildi eftir áramót. Af http://www.rannis.is/sjodir/opinn-adgangur/ (OA klausuna í reglum til styrkþega má finna á sömu síðu):

Niðurstöður rannsóknaverkefna, sem styrkt eru, að hluta til eða að öllu leyti úr sjóðum í umsýslu Rannís, skulu birtar í opnum aðgangi. Tilgangurinn er að sem flestir geti notið afurða vísindastarfa sem styrkt eru af opinberu fé á Íslandi. Krafa um opinn aðgang nær til ritrýndra greina en ekki til bóka, bókakafla eða lokaritgerða nemenda. Verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðum Rannís fyrir janúar 2013 falla ekki undir kröfu um birtingu niðurstaðna í opnum aðgangi. Rannís hvetur þó eindregið til þess að sem flestir vísindamenn birti niðurstöður rannsóknaverkefna í opnum aðgangi. 

Þetta eru auðvitað gleðitíðindi og fyrirtaks jólagjöf til OA-hreyfingarinnar á Íslandi.

-------------

Meira Nýjar reglur Rannís um OA taka gildi eftir áramót.

Viðbót, 3. janúar 2013, teiknimynd frá Phdcomics um opinn aðgang.

Þetta er vitanlega til mikilla bóta. Sjá aðrar færslur um opið aðgengi og skyld mál.

Vika helguð opnu aðgengi

Aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna

Gömul viðskiptaveldi og nútíminn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband