9.1.2013 | 10:21
Rannsóknir á flúor í umhverfi álvers
Það er mikilvægt að fylgjast með losun á mengandi og heilsuspillandi efnum eins og flúor. Þetta á við um álver, aðra stóriðju og auðvitað bílaflota og almennt heimilishald.
Ég hef töluverðan áhuga á mengun frá álverum, vegna þess að frændur mínir í Kjósinni búa í nágreni álversins á Grundartanga og vegna þess að álverið í Straumsvík er býsna nálægt stærsta þéttbýliskjarna landsins.
Nú er ég ekki sérfræðingur í umhverfismálum, en mín fyrstu viðbrögð við vísindafréttum (ekki bara af losun flúors og mælingum á eitrunaráhrifum) er að leita frumheimilda og gagna. Kíkja á gögnin og skýrslunar sem liggja til grundvallar.
Það má nálgast töluvert af efni á vef Umhverfisstofnunar, á sérstakri síðu helguðri vöktun álversins í Reyðarfirði. Þar var t.a.m. fjallað um þá aukningu sem mældist á flúor í grasi í Reyðarfirði í sumar. Skýrslan með gögnunum er kallast Flúoríðgildi í grasi sumarið 2012.
Mér finnst það eðlileg ákvörðu, út frá tilkynningu Reyðaráls um bilunina og þessum gögnum, að kanna málið nánar.
Miðað við meðaltöl og staðalfrávik er líklegast að tölfræðilega marktæk aukning hafi verið á styrk flúor í grasi í Reyðarfirði (reyndar eru engin tölfræðipróf í þessum skýrslum, sem er dálítið undarlegt).
Í kjölfarið vor framkvæmdar rannsóknir á sauðfé í firðinum sem dregnar voru saman í tveimur skýrslum.
Skýrsla dýralæknis um rannsókn á grasbítum (PDF, 126 KB) og
Greining á flúor í sláturfé (PDF, 66 KB).
Fréttatilkynning Umhverfisstofnunar (Greining á flúor í sláturfé) og frétt MBL.is (Bústofn varð ekki fyrir eitrun) fjalla um þessar niðurstöður.
E.t.v. ræði ég þetta ítarlegar síðar, en þeim sem hafa áhuga á efninu er bent á skýrslur á vef Umhverfisstofnunar.Bústofn varð ekki fyrir eitrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég fór einmitt inná vef Umhverfisstofnunar til að leita að þessu saman en fann ekki. Þú hefur greinilega haft þolimæði til að leita betur.
Annars er vefurinn (ust.is) ótrúlega klúðurslega upp settur og erfitt að leita upplýsinga á honum.
Svo virðist reyndar að stofnunin sé fyrir og fremst Veiðimálastofnun því fréttir tengdar veiðum eru mest áberandi þar.
Amk eru umhverfis- og loftslagsmál ekki áberandi þar.
Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2013 kl. 10:44
Sæll Torfi
Ég hef ekki mikla þolinmæði, en leitin virkaði á síðunni þeirra.
Það er reyndar einnig stórt vandamál við sumar vefsíður, ef leitarvélin er léleg, þá geta þær allt eins verið pappírsgámur á Sorpu.
Vefur HÍ var svona lengi vel (og er líklega enn), það var ómögulegt að leita að nokkrum sköpuðum hlut (jafnvel þótt maður væri með helling af nákvæmum stikkorðum.
Ég hafði ekki skoðað almennar fréttir á ust.is, en það er dapurt ef þeir eru ekki virkir í fræðslu um umhverfis og loftslagsmál!
Arnar Pálsson, 9.1.2013 kl. 11:08
Jamm. ég tók eftir einu í frétt Moggans sem stangast á við skýrsluna um menguna (grafið um aukningu á flórmengun). Í fréttinni er talað um aukning frá árinu 2006 og tekið fram að það hafi verið áður en álverið hóf starfsemi. Á grafinu sést hins vegar greinilega að aukningin hófst 2008 eða eftir að álverið hóf starfsemina (auðvitað). Af hverju þá þessi villandi fullyrðing hjá Mogganum?
http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Mengandi-starfsemi/Fluor-Reydarfirdi/Fl%C3%BAor%20%C3%AD%20grasi.pdf
Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2013 kl. 12:17
Athyglisvert Torfi
Ég mundi ekki hvenær álverið var standsett. En það er frekar ólíklegt, einmitt að styrkur flúors aukist, áður en verksmiðjan fór í gang.
Það er ekki önnur starfsemi á svæðinu, sem gæti gefið af sér flúor í því magni sem gefur þessa aukningu.
Vitanlega kemur flúor með eldgosaefnum, og því nauðsynlegt að vakta flúor á fleiri svæðum en þeim sem eru með álver. En mér finnst ólíklegt að eldgos eða önnur mannleg virkni sé orsökin fyrir þessari aukningu í Reyðarfirði.
Blaðamenn / pennar á mbl.is eru oft með rosalegar gloríur í vísindafréttum, en það er e.t.v. efni í fjölmiðlafræðilega rannsókn að kanna umfjöllun Morgunblaðsins um álver, samanborið við t.d. Rúv eða aðra miðla.
Arnar Pálsson, 9.1.2013 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.