9.1.2013 | 17:22
Aðlögunarsaga um rúsínuputta og sveskjutær
Niðurstöður Smulders og félaga um aðlögunargildi rúsínuputta er dæmigerð aðlögunarsaga. Dæmigert er að horft sé á líffræðilegan eiginleika og tilgátur settar fram um hvaða gagn þeir gætu gert lífverunni.
Þessi aðferð er þó vandasöm í framkvæmd, því ekki eru allir eiginleikar raunverulegar aðlaganir. Sumir eiginleikar eru bara aukaverkanir annara eiginleika eða líffæra. Aðrir eiginleikar eru sögulegar leifar, sem munu á þúsundum eða milljónum kynslóðum hverfa, því náttúrulegt val er ekki til að varðveita þá.
Ef við gefum okkur að tilgátan hafi eitthvert sannleiksgildi. Þá væri einmitt forvitnilegt að kanna hversu algengir rúsínuputtar eru í dýraríkinu. Eru þeir einkenni mannsins, eða mannapa sem hóps? Það kann að vera gagnlegt að hafa grip þegar hangið er í tré í rigningu?Einnig væri gaman að vita hvort að til séu menn sem fá hvorki rúsínuputta né sveskjutær (eða jafnvel bara annað hvort?). Slík "viðundur" eru vinsamlegast beðin um að deila reynslu sinni með athugaemdum.
Þótt ég trúi ekki endilega aðlögunarsögunni þeirra, þá er verður að viðurkennast að þeir komu krumlunum í skemmtilega tilgátu.
Mikil ráðgáta er loksins leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ef við erum nógu lengi í vatni þá opnast tálknin líka. Það var sannað í myndinni Waterworld.
Annars má góð kenning aldrei gjalda sannleikans.
Sumarliði Einar Daðason, 9.1.2013 kl. 17:57
En rúsínutyppið? Hvert er hlutverk þeirrar "formbreytingar" í vatni? Betra grip?
Skúli (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 18:05
Ég er með hendurnar á kafi nær alla daga í vatni og hef tekið vel eftir þessu. Þegar ég er búinn að vera vesenast undir vatni í vissan tíma þá fer fitan á fingrunum að hverfa og vatn kemst að sem veldur því að skinnið verður opnara fyrir vatninu og grip verður meira. Ástæðan fyrir hrukkunum á fingurgómunum myndi ég halda að það væri vegna færri fitu, meira sigg (hörð húð)og því skreppur hún meira saman.
Ef þið spáið í því hvar eruði þið að fá krupmaða húð og af hverju? Útaf álagi á húðinni sem veldur því að hún verður þykkri og þegar hún blotnar þá verður hún sveigjanlegri sem veldur hrukkunum.
G H H (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 01:03
Sama með rúsinu****** vegna of mikils álags... keep the rough hands away xD
G H H (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 01:17
Góður punktur Sumarliði, "tálknun" Costnersins á angist mannfisksins var stórbrotin.
Sniðugt Skúli
Miklar deilur eru á milli leikmanna og fræðimanna um rúsínutyppið. Margir hampa sveskjupungnum sínum, og aðrir apríkósubellinum. Kúrínugöndlarnir halda því fram að þeir geti stækkað mest, á meðan sölskaufarnir eru öruggir í þeirri vissu að í vatni greinist líkamsparturinn og veiti fullkomna fullnægingu hvaða kvendýri sem er.
Takk fyrir fróðlega frásögn GHH.
Mér skilst að húð okkar sé töluvert frábrugðin húð simpansa, ekki bara hvað varðar hárvöxt, heldur hlutfall svitakirtla, fitukirtla og þess háttar. Mér finnst mjög forvitnilegt einnig að spá í því hversu ólík húðin er á mismunandi líkamshlutum. Áferð bakhúðar er allt önnur en andlits, iljar á móti kvið o.s.frv.
Arnar Pálsson, 10.1.2013 kl. 09:15
Ég ætla nú bara að fá mér sveskjgraut í tilefni af þessu.
Krumpustrumpur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 11:32
Ef maður sker þokkalega mjúka siggflögu t.d. af hælunum eftir að hafa bleytt það vel í vatni (baði eða fótabaði) og lætur það liggja á þurrum fleti í nokkurn tíma, þornar það og verður hart aftur. Ef maður leggur það síðan í bleyti, mýkist það upp aftur. Og hér koma engar æðar við sögu til að skreppa saman eða þenjast út, þannig að setja má stórt spurningamerki við þessa lausn á hinni "miklu ráðgátu" "vísindamannanna".
corvus corax, 10.1.2013 kl. 16:02
Krumpustrumpur og krummi.
Að þið skulið geta skopast að lausn hinnar miklu ráðgátu. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þið væruð hallir undir Douglas Adams og Hitchhikers guide to the galaxy, 42-istarnir ykkar.
Arnar Pálsson, 11.1.2013 kl. 09:39
Mest öll þróunarfræði byggist á þessum vinnubrögðum. Merkilegt að síðuhöfundur skuli agnúast út í þetta.
Arnar E. (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 23:11
Arnar E
Þetta er töluverð einföldun. Fjölmargir þróunarfræðingar rannsaka annað en aðlögun. Einnig eru mjög skiptar skoðanir um það hvernig er best að nota og prófa aðlögunartilgátur. Misnotkunin er mest áberandi hjá almennum líffræðingum, náttúruvísindamönnum, læknum sem eru tilbúnir að hlaupa með aðlaðandi tilgátu til Kamtchatka.
Arnar Pálsson, 14.1.2013 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.