Leita í fréttum mbl.is

Við erum afkomendur Neanderdalsmanna

Erfðafræðingurinn George Church komst aldelis í hann krappann þegar orð hans í Der Spiegel voru mistúlkuð. Það er svo sem ekkert nýtt að blaðamenn mistúlki vísindamenn, eða einfaldi skilaboð þeirra svo að upprunalega merkingin týnist.

Þetta dæmi, þar sem Dr. Church veltir fyrir sér möguleikunum á að endurmynda Neanderdalsmenn, er sérlega broslegt. Það er hins vegar ekki rétt að endurmyndun á Neanderdalsmanni sé sérstaklega ólíklegt fyrirbæri. 

Erfðafræðilegar rannsóknir á beinaleifum sýna nefnilega að Neandedalsmenn voru mjög náskyldir okkur hinum. Þær benda einnig til að einhverjir forfeður okkar og Neanderdalsmanna hafi farið á stefnumót og uppskorið ávöxt ásta sinna.

Gögnin benda til þess að kynblöndun þessi hafi átt sér stað utan Afríku, þ.e. einhvern tímann eftir að forfeður okkar Evrópubúa fluttu frá Afríku með sitt hafurtask. Blöndunin er ekki mikil, það er álitið að einhver prósent af erfðamengi Evrópubúa eigi uppruna í Neanderdal.

Ef til vill er einhver breytileiki í dreifingunni, kannski eru einhverjir hérlendis með 10% af sínu DNA frá Neanderdal? Væri það ekki skemmtilegt? Opna spurningin er, ef við skoðum alla núverandi Evrópubúa, hversu stór hluta erfðamengisins má rekja til þessara ættingja. Eru það kannski bara partar af litningi 1, 4 og 7 sem eru ættaðir úr Neanderdal?

Ítarlegar er fjallað um kynblöndun okkar og Neanderdalsmanna í pistli fyrir Vísindavefinn:

Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?


mbl.is Leitar EKKI að konu til að bera Neanderthals-barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það hafa áreiðanlega ekki verið nein „stefnumót“. Hitt er líklegra að konur hafi verið teknar herfangi í innbyrðis skærum. Neandertalsmenn finnast, eins og menn ættu að vita aðeins í Evrópu og Vestur- Asíu og engin merki um þá eru í Afríku. Einhver „nútímamaður“ er ekki til og hefur aldrei verið til. Mannkynið hefur aldrei verið eins, nema þá á tertíertíma fyrir milljónum ára. Hinar ýmsu undirtegundir/kynþættir frumstæðra manna í ýmsum heimshlutum voru vissulega „nútímamenn“ síns tíma.  en þeir voru (og eru) ekki eins. Til dæmis komu frumbyggjar Ástralíu og Nýju Gíneu á núverandi heimaslóðir sínar fyrir um 50 þúsund árum þegar Neandertalsmenn einir réðu í Vestur-Evrópu. Þeir voru þá alveg jafn ólíkir Evrópumönnum í ótal atriðum eins og þeir eru enn í dag.

Að tala um einhverja sérstaka „tegund“ „nútímamanna“ ræðst af ótta vísindamanna við að vera sakaðir um rasisma af einhverju tagi, en hugtakið „nútímamaður“ (Modern Human) er álíka mikið út í hött og að tala um „nútímaköttinn“ eða t.d. „nútímarefinn“. Allar stórar útbreiddar tegundir skipast í undirtegunir og undir-undir tegundir í óendanlegum fjölbreytileika.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.1.2013 kl. 20:23

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Vilhjálmur fyrir innslagið.

Getgátur þínar um eðli samskipta Neanderdalsmanna og forfeðra okkar eru jafngóðar og mínar. Eðli málsins samkvæmt er næstum ómögulegt að sannreyna tilgáturnar. Spurning er bara hvort að maður vilji slá nótu stríðs eða rómantíkur, og í gær þegar ég skrifaði pistilinn, var mér blíðari tilfinning í hjarta.

Ég er ósammála þér um að nútímamaðurinn sé ekki til, og grundvalla ég það á líffræðilega tegundahugtakinu. Nútímamaður er stofn manna, sem getur æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi.

Munur á kynþáttum, þjóðum eða ættbálkum er sannarlega raunverulegur, en hann þýðir ekki að Homo sapiens sé ekki raunveruleg tegund og að X margar systurtegundir komnar í staðinn.

Það er rétt hjá þér að rasistastimpillinn sveif yfir öllum vísindum sem tókust á við breytileika manna á millum, en nútildags er þróunarfræðin sloppin undan þeim skugga að mestu.

Arnar Pálsson, 24.1.2013 kl. 09:30

3 identicon

Af hvaða toga var þessi "blöndun" - meina þá í efna- eða erfðafræðilegum skilningi -, því við vorum varla að geta afkvæmi saman þar sem við erum mismunandi dýrategundir; eða hvað?

Andri (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 09:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér sýnist flest benda til að maðurinn hafi verið ein, innbyrðist frjó „tegund“ (species) í fjölmörgum afbrigðum í mjög langan tíma, kannski milljón ár eða meira. Á Spáni (Atapuerca) hafa t.d. nýlega funstist leifar frumstæðra manna sem eru svo gamlar, augljóslega fyrirrennarar Heidelberg- og Neandertalsmanna. Frumstæðir menn streymdu í ýmsar áttir á forsögulegum tímum, en tímabilin eru svo löng og beinafundir svo fáir, að lítið verður um það sagt með vissu. Mér finnst t.d. alls ekki útlokað að mjög frumstæðar „mannverur“ eins t.d. hin fræga „Lucy“ hafi borist til Evrasíu á tertíertíma, þegar engin Sahara- eyðimörk hindraði samgöngur. Í Evrasíu hafi síðan, þegar fóru að skiptast á jökulskeið (ísaldir) og hlýskeið menn farið að nota eldinn, klæða sig skinnum o.fl. Þessir frumstæðu menn, afbrigði af homo erectus hafi svo fyrir hálfri milljón ára eða svo sótt inn í Afríku og orðið forfeður núverandi íbúa álfunnar. Í Evrasíu hélt þróunin áfram í Neandertalsmenn og fleiri kynþætti/undirtegundir. Með öðrum orðum: Þótt allra elstu rætur mannkyns séu vafalaust í Afríku, hafi þróun tegunarinnar í núverandi mynd að miklu leyti orðið í Evrasíu. Þetta skýrir líka hvers vegna engin dæmi um Neandertals-gen finnast í Afríkumönnum og hvers vegna ekkert millistig milli afar frumstæðra „apamanna“ og eiginlegra manna finnst í álfunni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.1.2013 kl. 12:15

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Andri

Jú einmitt kynæxlun, og blöndun á blóði og genum í kjölfarið. Bestu gögn benda til að aðskilnaður H. sapiens og H. neanderthalensis hafi verið fyrir um 450 þús árum, sem er ekki endilega nægur tími fyrir æxlunarlega einangrun!

Samskonar mælingar benda til að sameiginlegur forfaðir allra núlifandi manna hafi verið uppi fyrir um 200 þús árum.

Takk aftur Vilhjálmur.

Það er viss rök fyrir því að margar þessara mann"tegunda" hafi ekki verið eiginlegar líffræðilegar tegundir. Það má sannarlega deila um hversu fjarskyldar manntegundirnar hafi verið - og samt náð að blanda blóði.

Eitt atriði til áréttingar. Þótt tegundir geti eignast afkvæmi (börn) saman, þá er ekki endilega víst að þau séu jafn hæf og foreldrarnir. Mörg dæmi eru um kynblendinga sem þjást vegna ósamstæðra gena. Í sumum tilfellum er kannski bara einn af  hverjum 10 kynblendingum frjór. En það getur dugað til að flytja gen á milli tegundanna.

Eins og þú bendir á, þá dugir landfræðileg dreifing forfeðra núverandi evrópu og asíubúa og neanderdalsmanna, til að útskýra dreifingu gena í neanderdal meðal nútímamanna. 

Arnar Pálsson, 24.1.2013 kl. 17:13

6 identicon

Fordómar gegn fortíðarmönnum, svo sem að þeir hljóti að hafa eignast öll sín kvonföng með nauðgunum og hernaði, eru sérlega ljótir, því enginn getur jafn illa varið sig og þessir framandi, horfnu menningarhópar sem við ættum að láta njóta meiri vafa.

Mystery, please (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 05:18

7 identicon

Coke (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 05:20

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Góður punktur Mystery, please.

Þetta er dálítið merkilegt, menn áætla alltaf að fornmennirnir hafi verið ofbeldisfullir og líf þeirra einkennst af átökum. 

Það má líka finna sömu tilhneygingu í framtíðarbókmenntum. Fólk gerir einhvernvegin ráð fyrir að þegar hlutirnir breytist, þá muni allt fara í kalda kol.

 Annars fannst mér rosalega spes að lesa bók Paul Auster um framtíðina (man ekki nafnið núna). Þar var komið jafnvægi á í heimi, þar sem hin vestræna veröld var fallinn.

Á léttari nótu. Kannski að það þurfi að setja inn ákvæði í stjórnarskrá, sem banna mismunun gegn fornmönnum og orðspori þeirra? Það myndi virka einnig sem bann við arfaslökum bókmenntum um slefandi fornmenn.

Arnar Pálsson, 25.1.2013 kl. 10:39

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Saga mannkynsins er saga samfelldra átaka og styrjalda frá upphafi vega. Saga Evrópu er saga nánast samfelldra styrjalda svo langt aftur sem heimidlir ná og sama gildur um aðra heimshluta. Á landafundatíma, þegar Evrópumenn fóru að dreifast um heiminn voru allst staðar stríð og skærur hvar sem þeir komu að landi. Frumstæðir þjóðflokkar, jafnt í Ameríku, Asíu, Ástralíu eða Afríku lifðu, og lifa sumir enn við nánast samfellt styrjaldarástand, skærur við nágrannaþjóðflokka. Allt tal um annað er hjárænulegur barnaskapur. Það er bara svona. Sorry.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.1.2013 kl. 12:23

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Vilhjálmur

Það eru ekki allir sammála um það.

Steven Pinker - The better angels of our nature.

Þótt það hafi verið átök, þá þýðir það ekki að öll samskipti hafi einkennst af átökum! 

Arnar Pálsson, 25.1.2013 kl. 13:31

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Auðvitað hafa verið stutt friðartímabil á milli og auðvitað einkennast ekki öll samskipti af átökum. En það breytir engu um það sem ég sagði hér að ofan. Því miður virðast skærur og stríð vera eðlilegt ástand en friður beinlínis óeðlilegur, ef menn kunna eitthvað í mannkyssögu og frumstæðir þjóðflokkar búa, eða bjuggu fyrir afskipti hvítra manna, við viðvarandi styrjaldarástand, t.d. indíánar í Ameríku, frumbyggjar Nýju- Gíneu o.fl. Raunar hefur komið í ljós að nánustu frændur okkar sjimpansarnir, fara líka í stríð þar sem karlaparnir eru drepnir, en konurnar teknar í hóp sigurvegaranna. Eitthvað því líkt gæti hafa gerst meðal frumstæðra manna á forsögulegum tímum og sé meginástæðan fyrir blöndun kynþátta/undirtegunda sem vafalaust hefur staðið afar lengi á jaðarsvæðum þar sem blöndunin hefur orðið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.1.2013 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband