Leita í fréttum mbl.is

Stuð í samskiptum blóma og býflugna

Af einhverri ástæðu eru blóm og býflugur oft notaðar sem einfallt dæmi um kynlíf, m.a. þegar fræða þarf ungu kynslóðina.

Býflugurnar og blómin eru hins vegar einnig dæmi um samþróun (co-evolution). Það er vegna þess að nútildags eru margar býflugur frjóberar, sem hjálpa blómunum við fjölgun sína. Í staðinn fá þær næringu í formi blómasafa.

Þessi samvinna gagnast báðum tegundum, og leiðir til samstilltrar þróunar þeirra. Til dæmis, ef einhver breytileiki í eiginleika blómsins hagnast flugunni, er hann valinn ef  hann leiðir einnig til hærri hæfni blómsins. T.d. ef stökkbreyting gerir blómið ilmfegurra eða greinilegra fyrir fluguna, þá koma fleiri flugur og sækja frjókorn í það. Það eykur hæfni stökkbreytingarinnar sem stuðlar að ilmfegurð, og þróun á sér stað.

Fjölmargir eiginleikar blóma og flugna eru afurðir slíkrar samþróunar (litir, lögun og ilmur blóma, ranar og munnpartar flugna). Nýjasta dæmið kann að vera hæfileiki hunangsflugna til að greina rafspennu í blómum. 

Í vikunni birtist rannsókn í Science sýnir að hunangsflugur geta skynjað rafspennu í blómum (sjá tengil neðst). Spennan breytist eftir að fluga sest á blómið (og sýgur safa). Það er mikilvægt fyrir flugurnar að eyða ekki orku í að setjast á og sjúga tóm blóm.

Það er ekki jafn augljóst hvað blómið græðir á því að senda út skilaboð um að það sé enginn safi til staðar?

Í það minnsta er hægt að álykta að það sé stuð í samskiptum blóma og býflugna.

Bees and plants communicate via electric signals, say scientists Press association The Guardian

 Detection and Learning of Floral Electric Fields by Bumblebees Dominic Clarke, Heather Whitney, Gregory Sutton, and Daniel Robert Science 1230883Published online 21 February 2013 [DOI:10.1126/science.1230883]

Reyndar er grein þessi í lokuðum aðgangi, þannig að ég hef ekki náð að lúslesa aðferðir og niðurstöður. Pistill þessi er ritaður með þeim fyrirvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband