25.2.2013 | 09:53
Íslenskt landslag og kerfi frumnanna
Í dag mánudaginn 25. febrúar 2013 eru tvö erindi af líffræðilegum toga í HÍ.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorvarður Árnason flytja erindi í boði Hins íslenska náttúrufræðifélags sem kallast Íslenskt landslag, lýsing þess og flokkun eftir sjónrænum eiginleikum. Erindið verður kl 17:15 í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ). Úr ágripi:
Í fyrirlestrinum verður sagt frá Íslenska landslagsverkefninu en markmið þess var tvíþætt: 1) að þróa aðferðir til að lýsa og flokka landslag eftir eðlisrænum og sjónrænum eiginleikum og 2) að nota þessa aðferð á stórt úrtak svæða til að fá fram grófa en heildstæða flokkun fyrir allt Ísland. Alls hefur nú verið safnað gögnum frá hátt í 200 svæðum. Ríflega 20 ólíkar breytur eru metnar, meðal annars um grunnlögun landsins, víðsýni, línur, form, mynstur og áferð í landi og breytileiki í hæð. Fjölgreiniaðferðir voru notaðar til að greina meginflokka íslensks landslags en þeir eru 11 samkvæmt niðurstöðum verkefnisins.
Fyrr um daginn mun Karsten Zengler gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindsdeild og starfsmaður kerfislíffræðiseturs ræða rannsóknir sínar. Erindi hans kallast: Systems biology approaches to elucidate direct electron transfer mechanisms. Úr ágripi:
The ability of microorganisms to exchange electrons directly with their environment has large implications for our knowledge of industrial and environmental processes. For decades, microbes have been known to use electrodes as electron acceptors in microbial fuel cell settings. Recently, is has been shown that microorganisms are also capable to accept electrons directly from an electrode and to use this energy to fix carbon dioxide for the production of multi-carbon molecules (microbial electrosynthesis). The origin of these industrially relevant processes probably lies in the ability of microorganisms to transfer electrons directly between each other. Analysis of multi-omics data in the context of genome-scale models for single species as well as microbial consortia enables us to decipher the underlying mechanism and cellular requirements prerequisite for direct electron transfer
Erindi Karstens hefst kl 13:15 í stofu 132 í Öskju.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.