Leita í fréttum mbl.is

Veröld hins verulega skrýtna - hringlaga RNA sameindir

Grunnsetning sameindalíffræðinnar er að upplýsingar eru geymdar í DNA, eru afritaðar í RNA sem síðan er þýtt yfir í prótín.

DNA -> RNA -> Prótín

Reyndar eru þekkt nokkur frávik frá þessari grunnsetningu, eins og t.a.m. víxlriti HIV og skyldra veira. Ensímið getur nefnilega búið til DNA afrit frá RNA móti, og þar með flutt upplýsingar "á móti straumnum".

Á síðustu 2 áratugum hefur einnig komið í ljós að  í frumum eru fleiri RNA sameindir, sem gegna mikilvægum hlutverkum. Hér er ekki átt við rRNA, tRNA og áþekkar sameindir sem eru nauðsynlegar við framleiðsluprótína, heldur miRNA, piwiRNA og lincRNA sem gegna bæði stjórnhlutverkum og öðrum.

Nýjasta undrið í þessum efnum eru hringlaga RNA sameindir.

Aðferðir sem beitt hefur verið til að finna og skilgreina RNA sameindir byggja nær allar á því að líma tengla á lausa enda RNA. En hringlaga sameindir eru ekki með neina lausa enda. Þannig að hefðbundnar aðferðir geta treglega greint þær.

journal.pone.0030733Þessum hringlaga RNA sameindum (circRNA) var fyrst lýst í grein í PLoS one, og í vikunni birtu tveir óháðir hópar ítarlegar rannsóknir á þeim í Nature.

Eðlilegt er að spyrja - hvaða hlutverki þær gegni?

Vísbendingar eru um að þær geti virkað bælandi á miRNA stjórnsameindir. Þær bæla þá virkni miRNA sem bæla tjáningu ákveðinna gena. Þetta er reyndar alþekkt fyrirbæri í sameindalíffræði og þroskun, það eru auðveldara að bæla bælinn, en að örva beint.

Mynd úr grein Salzman og félaga í Plos One 2012 sýnir tvö líkön sem þeir prófuðu. Gögnin fella líkan 1 og styðja líkan 2 - um hringlaga RNA sameindir.

Ítarefni:

Salzman, J., Gawad, C., Wang, P. L., Lacayo, N. & Brown, P. O. Circular RNAs Are the Predominant Transcript Isoform from Hundreds of Human Genes in Diverse Cell Types PLoS ONE 7, e30733 (2012). doi:10.1371/journal.pone.0030733

Memczak , S. et al. Nature http://dx.doi.org/10.1038/nature11928 (2013).

Hansen, T. B. et al. Nature http://dx.doi.org/10.1038/nature11993 (2013).

Umfjöllun Heidi Ledfo  Circular RNAs throw genetics for a loop Nature  494, 415 (28 February 2013) doi:10.1038/494415a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband