14.3.2013 | 09:22
Hver hefði trúað þessu?
Fyrir nokkrum árum hélt Helgi Torfason forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands erindi um stöðu safnsins. Safnið hafði verið stofnað með sérstökum lögum, en hafði nánast ekkert fjármagn (laun tveggja starfsmanna) og ekkert húsnæði. Þar að auki voru deilur um aðgengi safnsins að gripum Náttúrufræðistofnunar íslands og fjarska lítill áhugi stjórnvalda eða almennings á málinu.
Þótt við hefðum mikin áhuga á því að sjá almennilegt náttúruminjasafn hérlendis, verður að viðurkennast að mér fannst harla ólíklegt að það kæmist á koppinn í náinni framtíð.
En með ötulu starfi, ákalli fagfélaga og líklega beinskeyttum lobbíisma breyttist málið algerlega.
Tilkynnt var að safnið verður í Perlunni, samningur um leigu hefur verið undirritaður, og nú berast tíðindi af því að safnið verði opnað eftir rúmt ár (haustið 2014).
Það er ólíklegt að safnið nái þeim hæðum sem Náttúruminjasafnið í London (The national natural history museum), Ameríska náttúruminjasafnsins (American Museum of Natural History) í New York, Field Museum í Chicago eða Smithsonian í Washington, en hér er gott tækifæri.
Mynd tók pistlahöfundur af Tyrannosaurus Rex beinagrindinni Sue, sem sýnd er í náttúruminjasafninu í Chicago. Sue er heillegasta eintak af T. rex sem fundist hefur og ég fann til auðmýktar og smæðar þegar ég stóð í skugga hennar.
Ítarefni:
Safnið sem gleymdist, þjóðarhneisa Arnar Pálsson | 25. nóvember 2011
Náttúra Íslands til sýnis í Perlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.