Leita í fréttum mbl.is

Lífríki gjánna við Þingvallavatn

Bæði jarðfræði og lífríki Þingvallavatns eru einstök. Vegna hreyfinga jarðskorpunnar eru margar gjár og glufur norðan vatnsins, og þar streymir grunnvatn inn á klakstöðvar bleikjunnar.

Þótt ítarlegar rannsóknir hafi farið fram á bleikjum og urriða í vatninu er lífríki gjánna að mestu ókannað. Jónína Herdís Ólafsdóttir líffræðinemi og kafari mun ræða þetta í erindi á vegum Líffræðistofu HÍ, föstudaginn 15. mars. 2013. divethenorth_is_silfru.jpg

Erindið verður flutt á ensku og kallast Ecological and geographical mapping in submersed fissures in Iceland through diving (íslensk snörun gæti verið Vistfræðileg og landfræðileg kortlagning á grunnvatnsfylltum gjám á Íslandi með köfun). Enskt ágrip erindis fylgir hér:

Scuba diving in Iceland offers a unique opportunity to visit a world of wildlife and geology in a country where the rock itself is very much alive, creating a dive experience different from anything else on this planet. The groundwater filled fissures are widely considered among the most beautiful dives to be done and their extensive caverns later brought me to the challenging sport of Cave diving. The submersed fissures are largely unexplored and little is known about their ecology. The main objective of this project is to explore and geographically and ecologically map groundwater filled fissures in Iceland.

Mynd er af vef Divethenorth.is. Picture © http://www.divethenorth.is.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband