Leita í fréttum mbl.is

Síldardauðinn í Kolgrafafirði

Guðmundur J. Óskarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofunun mun fjalla um síldardauðann í Kolgrafafirði, í erindi á vegum Líffræðistofu HÍ þann 22. mars 2013.

Meginhluti íslenska sumargotssíldarstofnsins hefur haft vetursetu víðsvegar í sunnanverðum Breiðafirði frá haustinu 2006. Veturinn 2011/2012 varð hennar fyrst vart í verulega magni innan brúar í Kolgrafafirði og aftur í desember 2012, eða samkvæmt bergmálsmælingum um 300 þús. tonn í hvoru tilviki. Aðeins tveimur dögum eftir að bergmálsmæling á stofninum fór fram, eða þann 14. desember 2012 varð ljóst að mikill síldardauði hafði átt sér stað í innanverðum firðinum. Viðlíka síldardauði átt sér svo aftur stað 1. febrúar 2013. Í erindinu verður gert grein fyrir rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á umfangi síldardauðans, á umhverfisaðstæðum í firðinum í kjölfar atburðanna, og fleira tengt þessum mikla dauða. Þá verðar þær niðurstöður raktar að dauðinn hafi líklegast orsakast af súrefnisskorti.

Mynd af vef Náttúrustofu Vesturlands - picture copyright Robert A. Stefansson.

Sjá einnig umfjöllun RUV 1. febrúar 2013 um síldardauðann.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

*Leiðrétting 19. mars 2013 - eftir athugasemd var ritun Kolgrafafjarðar leiðrétt í titli og fyrstu málsgrein.


mbl.is Botndýr rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá ábending: Bærinn, sem fjörðurinn er kenndur við,heitir Kolgrafir (flt). Eignarfallið þar af leiðandi Kolgrafa.

Ergo:Fjörðurinn heitir Kolgrafafjörður enda er það eðlileg mynd orðsins í máli heimafólks.  

Ef bærinn hefði heitið Kolgröf, gegndi öðru máli. 

Kær kveðja.

E (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 17:23

2 identicon

Álíka fiskidauði af súrefnisskorti er vel þekkt fyrirbæri, td við strendur  Bandaríkjannav eins og lesa má um hér

http://www.huffingtonpost.com/2011/02/07/thousands-of-dead-fish-wa_n_819725.html

http://www.huffingtonpost.com/2013/01/18/thousands-of-dead-fish-wash-ashore-south-carolina_n_2502438.html

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 18:59

3 identicon

Var vitni að slíkum fiskidauða, er ég dvaldi á St. Pete beach í Florida. Loka varð ströndinni í nokkra daga meðan mávarnir átu upp dauðann fiskinn, en ýldufílan lá yfir öllu. Mest rak upp gaddafisk sem þandist út við rotnuna Ekkert gaman að stíga á slíkt kvikindi.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 19:27

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk E fyrir ábendinguna, þetta var leiðrétt snarlega í tilkynningunni, líka á vef HÍ.

Takk Óskar fyrir góðar ábendingar.

Svona hamfarir eru auðvitað hluti af náttúrunni.

Norðanbylur í Ágúst getur farið illa með fuglalíf og gróður, eins og snöggar breytingar í hafinu íbúa þess.

Arnar Pálsson, 19.3.2013 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband