Leita í fréttum mbl.is

Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar

Halldór Þormar stundaði rannsóknir á mæði-visnuveirunni eftir að Björn Sigurðsson réð hann til Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum árið 1957. Þá höfðu mæði og visna herjað á íslenskt sauðfé, og Björn sett fram þá tilgátu að orsakirnar væru hæggengar veirur. Halldór lýsti, í erindi sem hann hélt á líffræðiráðstefnunni 11. nóvember 2011, rannsóknum sem sýndu að visna væri vegna veirusmits. Í nákvæmum tilraunum smitaði hann kindafrumur í rækt með síuðu floti úr heilum sýktra kinda. Veiruagnir voru einangraðar úr ræktinni og sýnt fram á að þær dugðu til að smita kindurnar aftur af visnu.

Halldór hlaut heiðursverðlaun líffræðifélagins árið 2011, og að sama tilefni fékk Bjarni K. Kristjánsson viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns. Mynd tók Arnar Pálsson.

Yfirlitsgrein Halldórs, byggð á þessu erindi og öðrum gögnum, birtist í tímaritinu Current HIV research nú í upphafi árs (2013). Þar rekur Halldór rannsóknirnar á mæði-visnu, og setur í samhengi við rannsóknir nóbelsverðlaunahafanna Harald zur Hausen, Françoise Barré-Sinoussi, og Luc Montagnier á HIV, sem er veira af svipaðri gerð.

Greinin er sérstaklega vel skrifuð og forvitnileg á alla kanta.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband