4.4.2013 | 09:39
Frumframvinda á Skeiðarársandi
Vistfræðin tekst á margvíslegar spurningar. Ein er - hvernig nema lífverur land á lífvana svæðum. Þekktasta dæmið hérlendis er vitanlega Surtsey, en samfara hlýnun jarðar er einnig hægt að skoða landnám lífvera svæðum sem koma undan jöklum.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Kristin Svavarsdottir og samstarfsmenn hafa rannsakað framvindu á Skeiðarársandi um nokkura ára skeið. Þóra Ellen fékk t.d. styrk frá Rannís ásamt Guðrúnu Gísladóttur í verkefni sem heitir Framvinda gróðurs og vistkerfa við hörfandi jökla. Nemandi hennar og Kristínar Oliver Bechberger hefur stundað rannsóknir á sandinum, og rannsakað framvindu vistkerfisins með höfuð áherslu á landnám plantna. Oliver mun kynna rannsóknir sínar 5. apríl 2013, í föstudagsfyrirlestri líffræðinnar.
Ágrip erindis Olivers
Primary succession of vegetation was one of the first concepts in ecology, is yet still being discussed. Historically, competition was assumed to be the main force in shaping communities but recent research emphasizes positive interactions in plant communities as well. Here we present a facilitation experiment from Skeidarársandur and discuss it in the context of recent literature.
Mynd tekin undir Arnarfelli hin mikla, við Hofsjökul af Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Picture copyright Thora Ellen Thorhallsdottir.
Erindið hefst kl. 12:30 og stendur til 13:10. Allir eru velkomnir - aðgangur ókeypis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.