Leita í fréttum mbl.is

Sildenafil citrate og mikilvægi opinna lyfjaprófa

Fjallagöngugarpurinn Leifur Örn segir að sildenafil citrat (Viagra) geti hjálpað sér að takast á við háfjallaveiki, súrefnisskort í þunnu lofti Himalayafjallana.

Jóhann Elíasson spyr reyndar hvort að einhverjar rannsóknir styðji þessa notkun á Viagra (ERU EINHVERJAR VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR AÐ BAKI ÞESSU????), sem eru reyndar mín fyrstu viðbrögð einnig.

Stutt leit á www.pubmed.org, bendir til að það sé harla lítið á bak við staðhæfinguna.

Í grein frá 2010  þá mælir Maggiorini með öðrum lyfjum, en ekki Viagra.

Bates  og félagar gerðu tvíblinda rannsókn á Sildenafil citrati, á fjallgöngufólki en fundu ekki jákvæð áhrif. Rannsóknin er reyndar frekar lítil, en ef eitthvað er þá jók lyfið áhrif bráðrar háfjallaveiki (acute mountain sickness).

Þegar lyf eru prófuð er ákaflega mikilvægt að

  • tilraunirnar séu vel uppsettar (tvíblind próf eru best - og dreifa verður sjúklingum handahófskennt í meðferðarhópana)
  • tilraunirnar nægilega stórar til að greina áhrif
  • að skýrt sé í upphafi hvaða breytur á að mæla (ekki má skipta um lykilbreytur í miðri rannsókn)
  • að niðurstöður allra rannsókna  séu birtar og gögnin aðgengileg

Síðasta atriðið er kannski ekki augljóst, en það skiptir sköpum því að lyfjafyrirtæki hafa iðullega stungið neikvæðum niðurstöðum undir stól en birt jákvæðar niðurstöður.

Þeir sem hafa áhuga á málinu verða að lesa bók Ben Goldacre - Bad Pharma. Ég mæli einnig með TED fyrirlestri Goldacre, og vitanlega að þeir sem hafi áhuga á góðu heilbrigðiskerfi kvitti undir kröfu um að niðurstöður ALLRA lyfjaprófa verði birtar (http://www.alltrials.net)

Ítarefni.

http://www.guardian.co.uk/books/2012/oct/17/bad-pharma-ben-goldacre-review

Maggiorini M. Prevention and treatment of high-altitude pulmonary edema. Prog Cardiovasc Dis. 2010 May-Jun;52(6):500-6. doi: 10.1016/j.pcad.2010.03.001.
 

mbl.is Með viagra á toppi veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband