12.4.2013 | 17:47
Glær heili
Ný grein í Nature kynnir leið til að gera vefi gegnsæa.
Nú er hægt að skoða staðsetningu ákveðinna tauga, eða frumugerða í þvívídd, án þess að þurfa að sneiða niður vefi.
Þessu er lýst í umfjöllun The Guardian (CLARITY gives a clear view of the brain) og New York Times (Brains as Clear as Jell-O for Scientists to Explore).
Þið verðið að kíkja á myndbandið frá Nature (See-through brains clarify connections).
Önnur merkileg tíðindi eru þau að tónlist sem okkur geðjast að, vekur viðbrögð á "sömu" heilastöðvum og kynlíf (Brain's music pleasure zone identified The guardian). Vellíðan sem góður Triffids-slagari (A Trick of the Light ) vekur mér er semsagt raunveruleg ekki bara leikur ljósa.
Sophie Scott sem ræddi rannsóknina við blaðamann The Guardian varaði samt við oftúlkun (á borð við þá sem ég leyfði mér að ofan). Vitnað var í Scott í greininni:
"It is clearly the case that you get rewards for the music you like [but] I don't think we listen to music in any one way, we listen to music in the same way we read books or read poetry or engage with other sorts of art,"
Reward was only a snapshot of one particular brain system and its involvement in music, Scott said. "But don't think it's telling you everything about the totality of how your brain engages with music."
Chung, K., et al. (2013). Structural and molecular interrogation of intact biological systems. Nature, doi: 10.1038/nature12107
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.