Leita í fréttum mbl.is

Flugufóstur, stofnfrumur og krabbamein

Í dag og á morgun verða nokkur erindi um sameindalíffræðileg efni.

Fyrst ber að nefna erindi þroskunarfræðingsins Anne Ephrussi - EMBL Heidelberg - um mikilvægi RNPagna fyrir þroskun flugna (RNP assembly and transport in the Drosophila oocyte). Askja stofa 132 kl 16:00 þann 22. apríl. 2013.

Í öðru lagi mun Erna Magnúsdóttir fjalla um þætti sem stýra þroskun og einkennum stofnfruma kímlínu. Erindið heitir A tripartite transcription factor network for PGC specification og verður flutt 23. apríl 2013, í stofu 131 kl 12:30.

Í þriðja lagi mun Mannerfðafræðifélag Íslands og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi standa fyrir málþing 23. apríl 2013 undir yfirskriftinn Erfðir krabbameina á Íslandi - nýting þekkingar í þágu þjóðar

Málþingið verður í stofu 101 í Odda, frá 16:15 til 17:45.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það tilfellið að örgeimvera hafi fundist í Chile hverra gen munu vera ójarðnesk?!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2013 kl. 00:35

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Sigurður

Ég hef ekki heyrt af þessu.

Hver er uppruni fréttarinnar - sögunnar?

Arnar Pálsson, 23.4.2013 kl. 13:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hef víða séð þessu bregða fyrir en man ekki hvar. En get þó bent á þetta gullkorn: http://www.visir.is/segir-hatt-i-170-hafa-sed-fljugandi-furduhluti-a-islandi---medal-annars-yfir-raudavatni/article/2013130429717

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2013 kl. 14:06

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Sigurður Þór

Sem fyrrum áhugamaður um fljúgandi furðuhluti, og flugmaður á hlutlægum furðuleikum, þá finnst mér bara sætt að Magnús skuli segja okkur frá áhuga sínum á teiknimyndasögum...

The believing brain er frábær  lýsing á því þegar Michael Shermer lendir í kasti við geimverur í Ameríku (Trúlega er það trúlegi heilinn).

Arnar Pálsson, 23.4.2013 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband