30.4.2013 | 18:16
Stórkostlegar framfarir á 60 árum
RÚV sýnir þessa dagana þætti um framfarir í náttúrufræðisjónvarpi og störf David Attenboroughs.
Í síðustu viku var það örk Attenboroughs (Attenborough's Ark) og í gær 60 ár í náttúrunni (Attenborough - 60 Years in the Wild).
Þátturinn í gær var mjög flottur, og sýndi jafnvel hvernig vísindin virka. Attenborough og félagar höfðu sett fram hugmynd um að ákveðin planta náði í nitur með því að "veiða" skordýr. En mér skjátlaðist sagði Attenborough í þættinum.
Seinni tíma rannsóknir sýndu að líklegra var að plantan lokkaði til sín dýr (með hunangi) og fengi í staðinn spörð með nitri.
Áhugasömum bendi ég einnig á flotta samantekt á störfum Attenboroughs á vef HÍ.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.