Leita í fréttum mbl.is

Helgistund við náttúrukassann

Í árdaga sjónvarpsins var það álitið mikið þarfaþing, fyrir miðlun þekkingar og frétta úr samfélagi manna. Í dag er sjónvarpið skemmtikraftur og kemur í stað tómstunda og leikja. Fólk horfir á sjónvarp til að hlæja og gleðjast (og auðvitað drepa tímann).

Reyndar eru einstaka þættir sem geta gert mann bæði glaðann og fróðann. Það á sérstaklega við um þætti David Attenboroughs um lífríki jarðar. Þessar vikurnar sýnir Rúv þætti um ævistarf Attenboroughs. Í kvöld verður fjallað um hvernig skilja má náttúruna:

Í þessum þætti segir Attenborough frá ótrúlegum framförum í vísindum sem hafa aukið skilning okkar á veröldinni og hvernig hann sjálfur hefur unnið út frá vísindakenningum og kynnt áhorfendum þær í þáttum sínum. Hann rifjar upp viðtöl sín við Konrad Lorenz sem gerði merkar uppgötvanir um atferli gæsa og segir frá tilraunum Stanley Millers með byggingarefni lífsins upp úr 1950. Í þáttaröðinni Lífið á Jörðinni fetaði Attenborough í spor hetjunnar sinnar, Charles Darwins, rakti þróunarsöguna og skýrði kenninguna um náttúruval. Eins hefur hann fjallað um landrekskenninguna og erfðavísindi og frá þessu og fleira skemmtilegu segir hann í þættinum og sýnir okkur að auki mörg forvitnileg dýr.
Það verður helgistund kvöld, fyrir framan kassann sem sýnir okkur undur náttúrunnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband