19.5.2013 | 15:09
Sameiginlegur uppruni Evrópubúa
Peter Ralph og Graham Coop við Kaliforníuháskóla í Davis (UC Davis) spurðu sig hversu fjölbreyttur uppruni núlifandi Evrópubúa væri.
Þeir nýttu sér erfðafræðigögn frá um 2300 manns, úr opnum gagnagrunni (Population Reference Sample, POPRES) og könnuðu hvaða hlutar litninga fólkið deildi sín á milli.
Með þvi að finna samsvarandi afrit ákveðinna litningabúta var hægt að áætla uppruna einstaklinga.
Niðurstaðan er nokkuð skýr, evrópubúar eru af sama meiði. Sannarlega er mismunandi uppstokkun milli svæða, og sum svæði eru einsleitari en önnur, en stóru drættirnir eru þessir.
Graham og Pétur skrifuðu skýringar með greininni (algengustu spurningar FAQ) og vönduðu sig við að rita fréttatilkynninguna (press release).Greinin fékk mikla umfjöllun m.a. á Eyjunni (Evrópubúar eru allir komnir af sömu forfeðrunum)m, Jótlandspóstinum, Morgunblaðinu, Nature News, Sciencenews, NBC, LA times og lómi Carl Zimmers.
Vísindamönnum þykir etv forvitnilegt að heyra að Graham og Pétur settu greinina á netið, í opinn aðgang á arXiv fyrir tæpu ári - sem bauð upp á rýni og athugasemdir frá fræðasamfélaginu. PLoS samþykkir slíkar for-birtingar, og Graham segir að þannig hafi þeir fengið góðar athugasemdir sem bættu greinina heilmikið.
Ég kynntist Graham örlítið þegar hann starfaði í Chicago og fór á fjörur við stúlku sem vann með okkur að rannsóknum á þroskun í ávaxtaflugum (Drosophila). Hann er fyrirtaksnáungi og mjög vandaður stofnerfðafræðingur.
Ralph P, Coop G (2013) The Geography of Recent Genetic Ancestry across Europe. PLoS Biol 11(5): e1001555. doi:10.1371/journal.pbio.1001555
Spjall við erfðafræðing í Morgunútvarpi Rásar 2, mánudaginn 21. maí 2013 (Sameiginlegir forfeður Evrópumanna).
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erfðafræði | Breytt 21.5.2013 kl. 11:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Graham var næstum því búinn að rugla öllu genóminu með því að fara á fjörur við Lottu.
Það er ekkert nýtt í þessu, en framsetningin er út í hött, enda hafa blaðamenn og aðrir misskilið rannsóknarniðurstöðuna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.5.2013 kl. 07:12
"Fine-scale geographic sampling of Europe as a whole is needed to address these issues, and these efforts are underway in a number of populations (e.g., [45]–[48])."
Og mun það leiða til þess að þessi grein Co-ops muni með tíð og tíma verða talin rugl eins og margt sem hefur komið fram í bernskubreki DNA-fjölleikahúsinu á síðari árum.
Hins vegar er setning eins og þessi í fjölmiðlatilkynningunni meira traustvekjandi og það eina sem skiptir máli:
However, Coop noted that while studies of genetic ancestry can shed light on history, they do not tell the whole story. Archaeology and linguistics also provide important information about how cultures and societies move and change.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.5.2013 kl. 07:27
Sæll Vilhjálmur
Ég skil reyndar ekki alveg hvað þú hefur við rannsóknina að athuga.
Ertu andvígur aðferðinni, niðurstöðunum, eða túlkunum?
Coop og Ralph voru að kanna eiginleika ættartrjáa Evrópubúa - ekki að greina sögu samfélaga eða hugmynda mannsins.
Takk fyrir að minna mig á að blanda ekki persónulegum kynnum inn í vísindaumræðu.
Arnar Pálsson, 21.5.2013 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.