6.6.2013 | 09:48
Grænar agnir á litlum bláum depli
Úr fjarska lítur jörðin út eins og blár depill. Voyager 1 tók mynd af jörðinni úr 6 milljarða kílómetra fjarlægð árið 1990. Þá er jörðin ekkert nema blár depill í órvídd geimsins. Myndin varð mjög þekkt þegar Carl Sagan (1934-1996) notaði hana sem útgangspunkt í bókinni Pale blue dot. til að ræða um mannkyn í geimnum, og til að skerpa á hugleiðingu um stöðu okkar í náttúrunni.
Úr minni fjarlægð sést að depillinn er ekki einsleitur, heldur skiptast á blátt og grænt, og síðan er síkvik hvít hula yfir öllu.
Nokkrir líffræðingar hafa nú tekið höndum saman og notað litla bláadepilinn (Pale blue dot) sem samnefnara fyrir skrif sín um jarðveg, gróður, náttúru og vernd. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði til að mynda um alþjóðlega landgræðsluráðstefnu sem haldin var hérlendi í fyrri viku, í pistlinum (Does soil make your heart beat?).Ég skora á fólk til að kíkja á pistla þeirra.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Vistfræði, dýrafræði, grasafræði | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.