Leita í fréttum mbl.is

Kynlíf, svindl og týndar rottur

Vísindafréttir koma í nokkrum megin gerðum. Ein þeirra er fréttir af svindli, t.d. þegar vísindamenn falsa niðurstöður, bruðla með fé, eða nota óheiðarlegar aðferðir til að ná frama. Milena Penkowa var einmitt slíkur 'vísindamaður´.

 

Hún var taugavísindamaður, sem stundaði rannsóknir á efnaskiptum og blabal í músum við Kaupmannahafnarháskóla. Reyndar var doktorsritgerð hennar fyrst hafnað, en deildarforsetinn hlutaðist til um málið og kom því til leiðar að hún fékk annað tækifæri og útskrifaðist. Eftir það var frami hennar var ótrúlega hraður, og glæstur. Hún birti tugi rannsóknagreina, fékk stóra styrki, vann til verðlauna sem mesta vonin. Hún átti vini í deildarforsetanum, sem nú var orðinn rektor háskólans, og þá verandi menntamálaráðherra.

Það var galli á gjöf Njarðar, Milena var svindlari.

 

Hún hafði beitt öllum brellum í bókinni, falsað niðurstöður, bruðlað með fé, og notað óheiðarlegar aðferðir til að ná frama. Bæði rektorinn og ráðherran voru annálaðir kvennamenn, og staðfest var að hún hafi sængað með þeim.

Blaðamaðurinn Poul Pilgaard fjallaði um mál hennar, og með hjálp uppljóstrara tókst honum að vinda ofan af svindlinu. Honum tókst það sem vísindasamfélagið megnaði ekki, þ.e.a.s. Að finna og hlutleysa siðblindann lygara og svindlara í sínum röðum. Einnig voru viðbrögð kaupmannaháskóla frekar hæg í málinu. Reyndar var mál hennar að endingu tekið fyrir af siðanefnd skólans og úrskurðað að hún hefði svindlað, t.d. með því að nota niðurstöður um rottur sem enginn kannaðist við. Annar blettur á rektornum var sá að, þegar ritgerð hennar var hafnað árið 2003, vöknuðu einmitt spurningar um týndar rottur. Penkowa var rekin frá háskólanum, var sektuð fyrir fjármálamisferli og margar greinar hennar voru dregnar til baka af tímaritum.

 

Sagan af Milenu Penkowu er oft sögð sem saga af siðblindri drós, sem svindlaði sér leið í gegnum kerfið. En hún vekur einnig spurningar um samtryggingu vísindamanna, völd deildarforseta, rektora og ráðherra, og ábyrgð einstakra vísindamanna og háskóla.  

Ítarefni

Jacob Albrecht  Penkowas banemand Journalisten.dk 2012

CHRISTOFFER ZIELER / enska MIKE YOUNG  UVVU-committee: Penkowa guilty of bad science  University Post DK.

Jorgen Ollgard flutti erindi um þetta mál á alþjóðaþingi vísindablaðamanna í Helsinki 24. júní 2013, á málstofu um hlutverk fjölmiðla við að afhjúpa svindl í vísindum og læknisfræði

Ewen Calloway Fraud investigation rocks Danish university Neuroscientist quits after accusations of academic misconduct 7 January 2011 | Nature | doi:10.1038/news.2011.703 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband