27.6.2013 | 13:40
Umhverfi, erfðir og bakteríur
Rætt var við Guðmund H. Guðmundsson prófessor í frumulíffræði í Sjónmáli á rás 1. Þar sagði meðal annars:
Bakteríur hafa gert okkur lífið leitt í gegnum aldirnar. En þekkingu fleygir fram á eðli og gagnsemi þeirra. Guðmundur segir að bakteríur eða samfélag baktería í líkamanum - gegni miklu stærra hlutverk í líkamanum en áður var talið. Þær eru miklu fleiri en áður var talið. Vitað er að tegundirnar hlaupa á trilljónum og á móti einni frumu í líkamanum eru tíu bakteríur.
Offita vegna bakteríu?
Nýlegar bakteríurannsóknir sem tengjast offitu vekji athygli. Þær varða spurninguna um það hvort lífsstíll og matarræði sé í raun og veru helsti offituvaldurinn. Rannsóknir sýna að feitt fólk hefur öðruvísi samsetningu af bakteríum í meltingarveginum en hinir grönnu. Komið hefur í ljós að bakteríuflóran er öðruvísi í hinum of þungu en þeim sem eru í kjörþyngd. Orsakasamhengið milli bakteríanna í meltingarvegi manna og ofþyngdar er þó enn ekki alveg ljóst.
Guðmundur segir að meðvitund um matarræði verði enn mikilvægt þrátt fyrir þetta, jafnvel mikilvægara. Bakteríurnar verða nefnilega fyrir áhrifum af fæðunni sem er neytt. Sem sagt, þær borða líka matinn okkar.
Guðmundur leggur áherslu á mikilvægi framfara í erfðamengjafræði, sem hafa gefið líffræðingum möguleika á að kanna bakteríusamfélög líkamans.
Ítarefni:
Scientific american Explore the Human Microbiome
Varnir og starfsemi lungnaþekju
Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þar sem Guðmundur er nú mágur svila míns, og ég hef hitt þann mæta mann nokkrum sinnum, þá verð ég að draga í efa að hann hafi talað um "trilljón" tegundir baktería í mannslíkamanum.
Hvað varðar offitu og "trilljónir" bakteríutegunda, þá er þetta rannsóknarsvið aðeins nýjabrum.
Mannkyn hefur lifað m.a. í boði baktería frá örófi alda. Svo löngu áður en vitað var um bakteríur. Þá erum við að tala um svona sirkabát milljón ár.
Það að einhverjir vísindamenn ætli sér að stýra offitu með greiningum á bakteríum er náttúrulega bara broslegt.
Jóhann (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 23:16
Skilgreindar bakteríutegundir á jörðinni ná ekki milljón.
Líklegast er að blaðamaðurinn hafi ruglast á tegund og einstaklingum, Guðmundur veit betur.
Þetta er bara ein tilgáta um orsakir offitu - og gögnin benda til þess að örveruflóran skipti máli. Hún er ekki allsráðandi, en mögulega eitthvað sem hægt er að breyta. Það er hægt að hafa áhrif á bakteríuflóru fólks en ekki breyta arfgerð þess!
Arnar Pálsson, 28.6.2013 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.