1.7.2013 | 10:58
Líffræðiráðstefnan 2013
Líffræðiráðstefnan 2013, verður haldin 8. og 9. nóvember í Háskóla Íslands. Ráðstefnan er opin þeim sem rannsaka, kenna eða hafa áhuga á líffræði.
Auglýst verður eftir framlögum (erindum eða veggspjöldum) frestur til að skila ágripum er 10. október 2013. Ráðstefnan verður með sama sniði og árin 2009 og 2011, með þeirri nýbreyttni að a.m.k. 2 erlendir vísindamenn flytja yfirlitserindi. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og haustfagnaðinn verða sendar og birtast á nýrri vefsíðu félagsins í september.
Ráðstefnan spannar alla líffræði, og veltur breiddin á framlagi gesta.
Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að á ráðstefnunni verður málstofa helguð líffræðikennslu, skipulögð í samstarfi við Samtök líffræðikennara (Samlíf) sem eru þrítug á árinu. Sendið aðrar uppástungur um sérstakar málstofur á stjórn líffræðifélagsins.
Stjórn Líffræðifélags Íslands
Póstlisti félagsins er í endurnýjun - http://lif.gresjan.is/skraning/ .
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.