Leita í fréttum mbl.is

Líffræðiráðstefnan 2013

Líffræðiráðstefnan 2013, verður haldin 8. og 9. nóvember í Háskóla Íslands. Ráðstefnan er opin þeim sem rannsaka, kenna eða hafa áhuga á líffræði.

 

Auglýst verður eftir framlögum (erindum eða veggspjöldum) – frestur til að skila ágripum er 10. október 2013. Ráðstefnan verður með sama sniði og árin 2009 og 2011, með þeirri nýbreyttni að a.m.k. 2 erlendir vísindamenn flytja yfirlitserindi. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og haustfagnaðinn verða sendar og birtast á nýrri vefsíðu félagsins í september.

 

Ráðstefnan spannar alla líffræði, og veltur breiddin á framlagi gesta.

 

Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að á ráðstefnunni verður málstofa helguð líffræðikennslu, skipulögð í samstarfi við Samtök líffræðikennara (Samlíf) sem eru þrítug á árinu. Sendið aðrar uppástungur um sérstakar málstofur á stjórn líffræðifélagsins.

 

Stjórn Líffræðifélags Íslands


Pósthólf 5019
125 Reykjavík

Póstlisti félagsins er í endurnýjun - http://lif.gresjan.is/skraning/ .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband