5.7.2013 | 14:25
Elsku sjónvarp, láttu mig hreyfa mig
Í fyrradag fékk ég að tala við svona sjónvarp. Ekki að plata, svona sjónvörp eru kominn til Íslands (á heimili mektarfólks og lukkunarpamfíla). Ég sagði "Volume down", svo sagði ég tölu milli 0 og 20, og hljóðið stillist sjálfkrafa. Það var líka með hreyfiskynjara, þannig að maður gat veifað hendinni og kallað fram valmynd. Líklega verður það mjög ruglað í stórri veislu, t.d. þegar margir er að dansa fyrir framan sjónvarpið (gerist það ekki í veislunum þínum?).
Ég veit ekki hvort öll fínheitin sem talin voru upp í tæknifrétt mbl.is, eigi við um þetta sjónvarp. Ég tek illa eftir nöfnum á raftækjum, en græjan er amk með þrívíddar eiginleikann og innbyggða tölvu fyrir vafr og þess háttar.
Annars hafa margir sagt að sjónvarpið væri orsök hreyfingarleysis og offitu meðal nútímamanna. Það væri náttúrulega frábært ef sjónvarpið gæti skipað manni fyrir. Heyrðu gosi, þú ert búinn að horfa á mig í 3 klst, ég slekk á mér núna, farðu í labbitúr.
Fyrr í vikunni las ég um tvær mjög forvitnilegar rannsóknir sem sýna fram á ágæti hreyfingar.
Önnur, sýnir að hreyfing leiðir til aukins fjölda ákveðinna taugafruma í heilanum. Þessar taugafrumur espast auðveldlega, en hversu mótsagnarkennd sem það er, hjálpa einnig við að friða heilann til lengri tíma. Þannig getur regluleg hreyfing unnið gegn taugaveiklun, og veitt hugarró. Rannsóknin var reyndar gerð á músum, sem gerði þeim kleift að skoða þroskun heilans í músum sem fengu reglulega hreyfingu eða enga. Það er því ekki víst að það sama eigi við um mannfólk, en etv má meta tilgátuna á annan hátt.
Nýleg erfðafræðirannsókn á mannfólki sýndi hinsvegar að miklar æfingar gjörbreyta eiginleikum fituvefs. Þetta var sýnt með því að skoða tjáningu gena - og metýl merkingar í erfðamenginu - í fituvef fólks sem hafði stundað strangar æfingar í 6 mánuði. Mörg genanna sýndu breytta tjáningu, og sum þessara gena hafa einmitt verið tengd offitu og sykursýki. Hreyfingin getur því spornað gegn þessum sjúkdómum, jafnvel þótt að við sjáum ekki mikinn mun á viktinni.
Í stuttu máli þá getur hreyfing bæði breytt eiginleikum heilans og fært fituna okkar til betri vegar. Nú þurfum við bara sjónvarp sem getur skipað okkur (og músunum) að fara út að hlaupa...
Ítarefni:
GRETCHEN REYNOLDS NY Times Well: How Exercise Can Calm Anxiety
A Six Months Exercise Intervention Influences the Genome-wide DNA Methylation Pattern in Human Adipose Tissue Research Article | published 27 Jun 2013 | PLOS Genetics
Hægt að skipa sjónvarpstækinu fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég þekki nokkur dæmi um það að aukin, regluleg hreyfing bætir bæði andlega líðan og dregur úr einkennum líkamlegra sjúkdóma
Hólmfríður Pétursdóttir, 10.7.2013 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.