16.7.2013 | 16:19
Opið aðgengi á Íslandi
Það er hreyfing innan vísindasamfélagsins sem berst fyrir því að grunngögn og vísindagreinar verðir birt í svokölluðum opnum aðgangi (open access). Kjarninn í þessari hugmyndafræði er sá að almenningur, í gegnum ríkið og stofnanir þess, hefur greitt fyrir hagnýtar og grunnrannsóknir, og að það sé kjánalegt að almenningur (ríkið) þurfi að borga aftur fyrir að vísindamenn geti lesið um niðurstöður þessara rannsókna.
Nánar um opinn aðgang á vefsíðunni opinnadgangur.is
Þar segir frá nýju hefti ScieCom info. Flestar greinarnar fjalla um stöðu OA mála innan Norðurlandanna. Fréttabréf opinns aðgangs bendir sérstaklega á The important developments within academic publishing and OA in Iceland: a short overview eftir Solveig Thorsteinsdottir hjá Heilbrigðisvísindabókasafni LSH.
Vísindagreinum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu árin eða um helming á árunum 2002 - 2012. Hlutfall greina í opnum aðgangi sem skráðar eru frá Íslandi í gagnasafninu PubMed eru um 20% síðustu tíu árin. Fáar vísindagreinar á erlendum tungumálum eru í opnum aðgangi í varðaveislusöfnum landsins eða um 2%. Dræmur áhugi vísindamanna á opnum aðgangi má ef til vill rekja til þess að flestir hafa góðan aðgang að erlendu vísindaefni um Landsaðgang án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði. Nýlegar breytingar á lögum landsins um vísindi um opinn aðgang og reglur Rannís um opinn aðgang munu vonandi hafa þau áhrif að birtingar í opnum aðgangi mun aukast á Íslandi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.