Leita í fréttum mbl.is

Það fellur enginn á safni

Söfn eru hreinustu fjársjóðir. Fólk sækir þau af ýmsum ástæðum, en mikilvægust er sú staðreynd, að fólk fer þangað af eigin frumkvæði. Þar getur það skoðað framandi hluti og notið samvista við sína nánustu í notalegu umhverfi.

Ferðir á söfn eru oft í eðli sínu upplýsandi, og því einskonar fræðsla. Nema hvað þetta er fræðsla af öðru tagi en sú sem veitt er í skólum, og gesturinn nálgast safnið á annan hátt en nemandi námsefni. Enginn þarf að taka próf í lok ferðar a safnið. Og eins og Frank Oppenheimer, kjarneðlisfræðingur og faðir vísindasafnsins sagði, þá fellur enginn á safni ("No one ever flunked a museum").

grjotakrabbi_cancer_irroratus.jpgFyrir skemmstu heyrði ég fulltrúa vísindasafnsins í Helsinki (Heureka) útskýra hlutverk nútímavísinda og náttúrufræðisafna. Ég legg áherslu á nútíma, því í gamla daga voru hlutverk safna að geyma hluti, ekki endilega að gera þá aðgengilega almenningi eða reyna að miðla þekkingu til fólks.

Vísindasafnið Heureka tekur á móti 300.000 gestum á ári. Um 65% þjóðarinnar hefur komið í safnið. Um 50-60.000 börn fæðast í landinu á ári, og flestir nemendur fara einu sinni eða tvisvar í safnið á námsferli sínum.

Kjarninn í vísindasöfnum er að vissuleyti heimspeki John Deweys, þar sem fólk lærir með því að gera (learning by doing). Vísindasafnið í Kaupmannahöfn er t.d. stappfullt af dóti sem hægt er að hnoðast með. Blása lofti á seglbáta, halda jafnvægi á hálfkúlu eða þjösnast á apparati sem býr til hringiðu í risa stórri vatnssúlu.

Auðvitað hafa farið fram rannsóknir á upplifun fólks á slíkum söfnum, og hversu lengi lífsreynslan varir hjá fólki. Í vitjun á safnið lærir fólk yfirleitt eitthvað nýtt, t.d. hvernig rafmagn virkar eða hversu langir litningar okkar eru (2 metrar í hverri frumu). Það vaknar einnig til vitundar um eiginleika veraldarinnar, sem það hafði kannski ekki spáð mikið í. T.d hversu mikið af koltvísýringi ólíkar þjóðir dæla út i lofti. Mikilvægast er samt að fólk sér veröldina í nýju ljós, eða undir öðru horni, og þroskar sína félagslegu færni. Af þessu fernu, sitja einstakar staðreyndir skemmst efir (2 metar muniði), en vitundin, nýja sjónarhornið og félagslega færnin mun lengur.

Þetta eru mjög jákvæðar niðurstöður, því einstaka staðreyndir skipta ekki mestu máli, þær má finna í bókum. Heldur er mikilvægast að við tökumst á við áskoranir framtíðar með skýrum og grandvörum huga, sem er fær um að skilja staðreyndir, óvissu og fjölbreytileika veraldarinnar.

Robert J. Semper Science Museums as Environments for Learning Physics Today, vol. 43, no. 11, pp. 50-56, Nov. 1990.(American Institute of Physics)

John Dewey NPR.org http://www.pbs.org/onlyateacher/john.html

Heureka www.heureka.fi

A national treasure or a leaning tower? PISA, education and Finland  http://wcsj2013.org/national-treasure-leaning-tower-pisa-education-finland/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband