Leita í fréttum mbl.is

Fremstur vísindamanna á Íslandi

Einn fremsti vísindamaður íslendinga á síðustu öld var Björn Sigurðsson læknir. Í ár eru 100 liðið frá fæðingu hans. Að því tilefni verður haldinn minningarfyrirlestur um Björn Sigurðsson.

Úr tilkynningu frá HÍ.

Ashley T Haase, prófessor við Minnesotaháskóla heldur minningarfyrirlestur um Björn Sigurðsson, fyrsta forstöðumann Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, í Hátíðasal Háskólans, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Björns.

Björn Sigurðsson ávann sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á mæði-visnuveirunni og kenningar um hæggenga smitsjúkdóma. Mæði-visnuveiran er náskyld eyðniveirunni (HIV), og tilheyra þessar veirur báðar flokki lentiveira, en lentiveirur draga nafn sitt af kenningum Björns (lentus=hægur).

8. ágúst 2013 kl. 16:00 í Hátíðasal Háskólans, Aðalbyggingu

Ítarefni:

Guðmundur Pétursson Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda visindavefur.hi.is

keldur.hi.is/

Ashley Haase, MD - University of Minnesota Medical School

Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband